Vaka - 01.06.1928, Page 42
108
ALPHQNSE DAUDET:
[VAKA|
illvig eins og hafur, — hún barðist alla nóttina við
úlfinn, en um morguninn át hann hana.
Æ, hvað er að heyra þetta, aumingja Surtla.
Þetta gerir ekkert til, séra Sigurður, lofið þér mér að
fara upp á fja.ll.
Guð minn góður, hrópaði séra Sigurður, hvað
gengur að geitunum inínum. Þarna keinur enn þá ein,
sem úlfurinn étur fyrir mér. Nei, nei, ég bjarga þér,
hvað sem þú segir, flónið þitt, og af því að ég er
hræddur um, að þú slítir snærið, þá loka ég þig inni
í húsi, og þar skaltu dúsa framvegis.
Síðan flutti séra Sigurður geitina inn í hálfdimmt
hús og' tvílæsti hurðinni á eftir sér. En þvi var nú ver
að hann gleymdi að loka glugganuin, og varla hafði
hann snúið bakinu við geitinni, fyr en sú litla skauzt
út. —
— Ertu að hlæja, Grímsi—? ,Já, því trúi ég, þú heldur
með geitunum á inóti blessuninni honum séra Sigurði.
En við skulum sjá, hver siðast hlær.
Það varð almennur fögnuður uppi á fjallinu þegar
hvíta geitin kom. Aldrei höfðu göinlu grenitrén séð
neitt eins fallegt. Það var tekið á móti henni eins og
lítilli drotningu. Kastaníutrén beygðu sig alveg niður
að jörðu til að strjúka henni með fremstu broddunum
á greinunum sinum. Gullregnið sprakk út, þegar hún
fór fram hjá því, og ilinaði eins vel og það gat. Allt
fjallið hélt henni hátíð. Þú getur nú hugsað þér,
Grímsi, hvort geitin okkar hefir verið glöð.
Ekkert band, enginn staur, ekkert sem bannaði henni
að hoppa og hendast og bita af beztu lyst. — Þetta var
hægt að kalla gras, beint fram undan augunum, góði
minn. Og þvílíkt gras, kjarngott, fínt, með laulaskurði,
gert úr þúsund blómum. Það var eitthvað annað en
grasið á túnblettinum heima. Eða þá blómin. Stórar
bláklukkur, purpuralitar refabjöllur, með löngum bik-