Vaka - 01.06.1928, Síða 43
IVAKAJ
LITLA GEITIN HANS SÉRA SIGURHAR.
lliít
urum, heiU skógur af villiblóinum, þrungnuin af ilm-
andi safa.
Hvíta geitin, sem var hálf kennd, velti sér i þessu,
með lappirnar upp í háa loft; hún vall niður brekkurn-
ar og sópaði með sér föllnu laufi og kastaníum. Svo stóð
hún allt i einu á fætur í einu kasti. Hopp og hæ — hún
var farin. Hún teygði hausinn fram og þaut í gegn um
kjarrið og runnana, stundum var hún uppi á hæzta
tindi, stundum dýpst niðri í hrikalcgum gljúfrum. uppi,
niðri, allsstaðar. Það hefði mátt halda, að séra Sigurð-
ur ætti 6 geitur á fjallinu.
Hún var ekki smeyk við neitt, hún Hvítla litla.
Hún stökk yfir foss í straumþungri á og hann skvetti
á hana úða og froðu á leiðinni. Þá lagðist hún renn-
andi blaut á flatan klett og lét sólina þurka sig. Einu
sinni, þegar hún var búin að prila fram á klettasnös
með gullbrá í munninum, varð henni litið niður, og sá
þá, lengst niðri á sléttunni, húsið hans séra Sigurðar
og túnblettinn fyrir aftan. Að þessu hló hún svo dátl,
að henni vöknaði uin augu.
— En hvað þetta er smátt, sagði hún, hvernig hefi
ég getað haldizt við þarna niðri?
Veslingur, þegar hún var búin að hreykja sér svona
hátt, þá hélt hún, að hún væri eins stór og öll veröldin.
f stuttu máli, þetta var skemmtileg ferð fyrir geitina
hans séra Sigurðar. Um hádegisleytið, þegar hún var
að hlaupa út og suður, rakst hún á steingeitahóp, sein
voru að gera sér að góðu villivinvið, sem þær höfðu
fundið. Litli hlaupagikkurinn okkar kom öllu í upji-
nám. Henni var ætlaður bezti staðurinn við villivín-
viðinn og allir yngissveinarnir voru mjög stimamjúkir.
Það lítur meira að segja út fyrir — þetta má ekki fara
Jengra, Grimsi — það lítur út fyrir, að einn yngishafur
i svörtum feldi hafi verið svo lánsamur að koma sér
i mjúkinn hjá Hvitlu. Elskendurnir reikuðu um skóg-
inn í eina eða tvær klukkustundir, og ef þú vilt vita,