Vaka - 01.06.1928, Síða 44
170
ALPHONSE IJAUDET:
Ivaka]
hvað þau sögðu hvort öðru, þá skaltu spyrja málugu
Jindirnar, sem renna undir mosanum og enginn sér.
Allt i einu fór að blása, i'jöllin urðu fjólublá, það
var komið kvöld.
— Undir eins, — sagði litla geitin, og hún nam stað-
ar alveg hissa.
Þokuslæða hvildi yfir engjunum á láglendinu. Tún-
bletturinn hans séra Sigurðar var alveg : kafi og eldvert
sást af húsinu nema þakið og dálítill reykur upp úr
reykháfnum. Hún heyrði lijölluliljóminn frá fénu,
sem verið var að reka heim, og henni varð þungt um
hjartaræturnar. Fálki flaug hjá lienni og hún fann þyt-
inn af vængjunum. Það fór hrollur um hana, svo heyrði
hún þyt í fjallinu. —
— Hó — hó —.
Henni datt úlfurinn í hug, ailan daginn hafði þessi
kjáni ekkert hugsað.
í þessu harst til hennar lúðurhljómur langt neðan
úr dalnum. Það var blessunin hann séra Sigurður, sem
var að gera síðustu tilraunina.
— Hó — hó heyrðist í úlfinum.
- Komdu aftur, komdu aftur, hröpaði lúðurinn.
Hvítlu langaði til að lcoma aftur, en þá mundi hún
eftir staurnum, snærinu og heyinu af blettinum, og hún
hugsaði með sér, að þessu lífi gæti hún ekki unað leng-
ur, því væri bezt að vera kyr.
Lúðurinn var þagnaður.
Geitin lieyrði skrjáfa í Jaufinu fyrir aftan sig, liún
sneri sér við og sá í skugganum tvö stutt og sperrt eyru,
og glóandi augu.
Það var úlfurinn.
Þarna sat hann á afturlöppunum, geysistór, og hreyfði
sig ekki. Hann horfði á litlu, hvítu geitina eins og hann
væri að bragða á henni fyrirfram. Af því að hann vissi
svo vel, að hún myndi verða sér að bráð, þá fór hann