Vaka - 01.06.1928, Síða 45
í vaka]
LITLA GEITIN HANS SÉRA SIGUIIÐAR.
171
sér að engu ótt. En þegar hún sneri við, rak liann upp
illgirnislegan hlátur.
— Ha — ha — litla geitin hans séra Sigurðar, og
hann sleikti i sér sælkeratennurnar með stóru, rauðu
tungunni.
Hvítla vissi, að öllu var lokið. Eitt augnablik mundi
hún eftir sögunni um hana Surtlu gömlu, sem barðist
alla nóttina við úlfinn, en var étin um morguninn, og
hún sagði við sjálfa sig, að hetra væri að vera étin
undir eins. En svo sá hún sig um hönd, setti undir sig
hausinn og bjóst til varnar, eins og sæmdi tápmikilli
geit, sem hann séra Sigurður átti. Ekki af því að hún
hefði von um að geta drepið úlfinn — geitur drepa
ekki úlfa — heldur eingöngu til þess að sýna, að hún
gæti haldið velli eins lengi og Surtla.
Þá lagði ófreskjan í hana og litlu hornin hrugðu á
leik. —
Ó, litla, duglega geitin, hún dró ekki af sér. Ég segi
þér satt, Grímsi, það var víst tíu sinnum, sem hún
neyddi úlfinn til að hörfa undan, til að ná andanum.
Þegar hún fékk svona vopnahlc, svo sem eina mínútu,
þá flýtti hún sér að ná í eina tugguna enn af blessuðu
grasinu og kom svo aftur til einvígisins með fullan
munninn. Þetta hélt áfram alla nóttina.
Við og við leit geitin hans séra Sigurðar á stjörnurn-
ar, sem dönsuðu um heiðan himininn, og hugsaði með
sér:
— Ó, ef ég gæti staðizt fram i dögun.
Stjörnurnar slokknuðu hver af annari, Hvítla stang-
aði af tvöföldum krafti og úlfurinn herti sig að bíta.
Fölur bjarmi sást við sjóndeildarhringinn.
Það heyrðist gal í hásum hana frá einhverjum bæn-
uin i dalnum.
— Loksins, sagði veslings skepnan, sem heið hara
eftir deginum til þess að deyja, og hún fleygði sér flatri