Vaka - 01.06.1928, Side 49
Ivaka]
MATARGERi) OG ÞJÓÐÞRIF.
175
electron, atom og molekyl. í likömum iifandi vera —
bæði dýra og jurta — mynda nú stærri eða minni
flokkar sameinda allstórar heildir, sem nefndar eru
frumur. Og eru allar lífverur byggðar úr slíkum frum-
um, en mjög eru þær misstórar.
Öreind efnis er hið minnsta efnisdeili, er vér þekkj-
um, og er sérhver frumeind efnis — en þær eru næst-
minnsta efnisdeilið — gerð úr fleiri eða færri óreind-
um. Er ein öreindin stærst, liggur hún í miðri frum-
eindinni og nefnist kjarni*). En utan um þennan kjarna
fylkja svo hinar öreindirnar sér i ákveðnum fjarlægð-
um, og sveima kringum hann eftir álcveðnum brautum.
Hefir því frumeindinni alloft verið líkt við óendanlega
lítið sólkerfi. Svarar þá kjarninn i miðdepli öreindar
til sólarinnar — en öreindirnar til stjarnanna, er ganga
kringum sól eftir ákveðnum brautum. Öll er frum-
eindin hlaðin raforku. Er sjálfur kjaminn aðdrægur,
en hinar smærri öreindir frálægar. Geta öreindir þær,
er mynda hverja frumeind, verið mjög mismargar, og
fer tala þeirra eftir því, um hvaða efni er að ræða. —
En æ og ávalt er hin frálæga orka öreindanna jöfn
hinni aðdrægu orku kjarnans. Af þessu leiðir örugt
jafnvægi milli kjarna og öreinda. Og hinar ákveðnu
brautir öreindanna, í mismunandi fjarlægð frá kjarna,
eru og háðar hleðslumagni hverrar öreindar um
sig, í sainanburði við kjarnann. Áhrif, er koma utan
að, geta magnað öreindirnar — eina eða fleiri þeirra
og leitt þær út af hinum ákveðnu brautum. Raskast
þá jafnvægið í frumeindinni um stundarsakir, og get-
ur röskun sú verið samfara ýmsum störfum sjálfrar
lífverunnar, þá er um lifandi verur er að ræða. Rösk-
*) Rétt er að geta )>ess, að kjarni frumeindanna er oflast
n:er samsettur úr frumeind einhvers léttara frumefnis og fleiri
eða færri öreindum, svo að sjaldnast er unnt að segja að liann
sé „öreind". ítitstj.