Vaka - 01.06.1928, Side 51
1 VA KA
MA'TAKGERÐ OG ÞJÖÐÞÍUF.
177
næringarefnunum í svonefnd peptón. — Álitu margir
lengi vel, að þar með væri meltingunni lokið, og að
Hkamsfrumurnar gætu notað peptón sér til viðhalds
og vaxtar. En svo er þó eigi. Margar og merkar rann-
sóknir hafa fært sönnur á það, að peptón heldur á-
fram að umbreytast í fjölda óbrotnari efna í þörmun-
um. ()g tekur þvi þarmmelting við af magaipclting.
Eeysist þar peptón sundur í „potijpeptider“. — En þessi
ei'ni ieysast aftur í enn óbrotnari efni, svonefndar
„amínósýrnr“. En þegar svo er komið, þá er fæð-
an fullmelt. Ber þá blóðið öllum líkamanum næringar-
efnin að mestu leyst sundur í sameindir, frumeindir
og öreindir, að mestu, eða alveg, nothæf — að menn
ætla. — En náttúran — forsjónin — eða hvað sem við
nú viljum kalla það, virðist tíðum forsjálli og fram-
sýnni en svo, að mannsvitið geti i fljótu bragði ímynd-
að sér. Náttúran hefir sem sé ekki látið sér nægja að
trúa munni, maga og þörmuin fyrir því að búa nær-
ingarefnin i hendur líkamsfrumum vorum. Raunspelt-
ingar siðustu ára hafa sýnt fram á það, að hver einasta
fruma líkamans er þeirri gáfu gædd að geta framleitt
meltingarvökva eða leysi, er getur „melt“ næringar-
efni, er þeim kunna að berast úr aðalforðabúri líkam-
ans, blóðinu, án þess að vera fyllilega leyst og nothæf.
Er þvi fyllilega rétt að tala um frumumelting eða lif-
færamelting sem hið síðasta stig meltingarinnar •—•
og á þetta við um allar lífverur.
Nú kann einhver að spyrja sem svo: Hvað i ósköp-
unum getur það gagnað okkur að vita allt þetta uni
meltinguna? — Og er þvi skjótt að svara, að þessi
þekking hefir þegar, þó nýlega sé hún fengin, bjargað
fleiru en cinu mannslifi. Fyrsta tilraunin var gerð í
Hýzkalandi. Tókst lífeðlisfræðing þeim, Abderhalden, er
fyrstur inanna rannsakaði sundurliðun fæðunnar til
hlítar, einkum í þarminum, ásaint tveim læknum, að
næra þrettán ára gamalt barn í hálfan mánuð á aminó-
12