Vaka - 01.06.1928, Síða 61
Ivaka]
MATAKGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF
187
niður í þarma, súrni þar og rotni, og veldur slíkt fjöl-
breyttum óþægindum og er mjög heilsuspillandi.
Hinn frægi rússneski lífeðlisfræðingur Metschnikoff
áleit einmitt, að það væri þannig til koinin gerð í
þörinum, er aðallega stytti mannkyninu aldur og veikl-
aði það um skör fram. Yrðu þarmarnir gróðrarstía
hverskonar eiturgerla og ætti mannslíkaminn engin
varnarvirki gegn þeim. Ráðlagði hann helzt hina nafn-
kunnu súrmjólk Búlgara, Yoghurt, en hún er náskyld
súra skyrinu okkar, og ætti það þá sennilega líka að
vera þarmalæknir, ef svo bæri undir. En „betra er
heilt en vel gróið“, segir máltækið. Og bezt er að forð-
ast gerð í þörmum, svo sem unnt er.
Öðru máli er að gegna, þó feiti sé borðuð íneð mat.
Þá er hvorttveggja, að maturinn er ekki gegnsósaður
af feitinni, svo að meltingarvökvarnir komast auðveld-
lega að honum bæði í munni og inaga, og að feitin
sjálf er miklu auðveldari viðfangs fyrir sjálft gallið,
er hún kemur ein sér, eða svo að segja það, niður í
magann og eigi blandin né sambrædd efnum, sem sjálft
gallið eiginlega á engin tök á, eins og t. d. mjölmat.
Ég þykist sannfærð um það, að hver sú matmóðir,
hver sú húsmóðir, sein athugar það, sem ég nú hefi
sagt, muni sjá það og skilja til hlítar, að það er að
gera leik til þess að stytta mönnum heilsutíma og ef
til vill líka aldur, að gæða þeim dagsdaglega á feiti-
þrungnum mjölmat, hvort heldur er kaffibrauð, sósur,
býtingar, jafningar eða súpur. Veit ég með vissu, að
flestar íslenzkar konur hafa svo mikið af heilbrigðri
skynsemi, óháðri dómgreind og ábyrgðartilfinningu,
að ekki þarf annað en benda þeim á rétta leið til þess
að þær láti sér annt um að fylgja henni.
„Fátt var frá Dönum, sem gæfan oss gaf“, sagði
skáldið forðum. Og víst er um það, að Dönum alveg ó-
löstuðum, að okkur íslendingum er það ógæfa, en eigi