Vaka - 01.06.1928, Side 64
190
BJÖRG C. ÞORLÁKSON:
[vaka]
hið mesta vandamál lagt húsmæðrunum á herðar. En
ekki er þó nokkur gangskör gerð að því, að gera þær
færar um það að gegna þeim mikilvægu og margvís-
Jegu skyldum, sem matmóðurstarfinu fylgja, á þann
hátt, að vissa fáist um það, að heilbrigði og likams- og
sáiarþroska þjóðarinnar sé borgið.
„Matur er mannsins megin“, segir eitt af hinum
gömlu spakmælum okkar. Og víst er um það, að eigi
er ofmælt að segja, að þjóðþrif vor séu að miklu leyti
undir mataræði voru komin. Islenzk alþýða hefir um
langan aldur lifað á kjarngóðum mat, nýmjólk, sauða-
kjöti, harðfiski, smjöri, og átt við Iangtum betri mat-
arkost að búa en alþýða í nágrannalöndum vorum.
Mun og líka leitun á jafn vel gefinni alþýðu og hér,
bæði að líkamsburðum og mannviti.
Lítum sem snöggvast á, hvernig matargerð var hér
fyrir mannsaldri og hvernig það er orðið nú, og
mun þá auðsætt, hverjar afleiðingarnar hljóta að verða
af breytingu þeirri, sem á er orðin.
Fyrrum var harðfiskur algeng fæða. En hann er, eins
og allir vita, ósoðinn og heldur því bæði fjörefnum og
næringarefnum óskemmdum. Fást þar meðal annars
ýms fjölþætt eggjahvítuefni, sem nauðsynleg eru þeim
líffærum vorum, er gerð eru úr hinum fjölþættustu
eggjahvítuefnum, en það er taugakerfið og heilinn.
Enda er almæli, að fiskát geri menn gáfaða.
Þá var og nýmjólkin notuð til fæðis á hverjum bæ,
og eigi var þá skil't á fjörefnaþrungnu smjöri fyrir
tormelt og fjörefnasneytl smjörlíki. Enda var og þjóðin
þá eigi farin að gjalda „hvitadauða" efnilega syni og
dætur i skatt svo hundruðum skifti á ári hverju. Er
það nú sannreynt, að lungun cru einmitt það líffærið,
er með liffærismeltingu hagnýtir sér einkum og sér i
lagi mjólkurfituna, til þess að byggja upp frumeindir
sinar og sanieindir. Skorti manninn fitu þessa, þá á