Vaka - 01.06.1928, Page 67
f vaiía]
MATARGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF.
193
erum að hætta að nota nýmjólk og smjör, fjallagrös
eru dottin úr sögunni, sauðakjötið horfið, harðfiskur
orðinn sjaldgæfur herramannsmatur, grjónavelling-
arnir, rauðseyddir úr tómri mjólk, væru æfintýrafæða,
skyrið nenna húsmæðurnar ekki lengur að gera, og
osta kunna þær ekki að gera. Síginn og saltur fiskur
er orðinn önnur aðalfæða sveitamanna. En síldina,
glænýja, kunna þeir ekki að nota sér. Er hún þó eggja-
hvítuauðugust og feitust allra vorra fiska og ætti að
verða þjóðréttur vor, einkum að sumrinu til, og þá
aðeins létt söltuð eða fryst, þar sem ekki er hægt að
senda hana glænýja frá veiðistöðvunum upp í sveit-
irnar.
Það er engum vafa undirorpið, að heilbrigði, gáfur
og hverskonar manngildi þrífst aldrei til langframa í
Iandi voru, ef vér höldum í þá áttina jafnt og þétt, að
selja bezta og kjarnmesta matinn burt af heimilun-
um og lifa mestmegnis á lélegum, einhæfum og óhent-
ugum mat; gerilsneiða mjólkina og fyrra hana sam-
tímis fjörefnum sínum, nota oft og einatt, einkum i
kaupstöðum, kaffi og feitiþrungnar kökur og þursoð-
inn fisk og kartöflur til fæðis tímum saman. Þetta ráð-
lag er óðs manns æði. Enda her raun vitni um árang-
urinn og afleiðingarnar. Berklaveikin hefir fetað i
fótspor skilvindnanna um landið þvert og endilangt. Og
ef til peningaverðs á að meta, þá er það víst, að kostn-
aðurinn við berklaveikina og berklahælin er nú orðinn
langsamlega meiri en fé það, er komið hefir inn i land-
ið fyrir smjör það, sem út hefir verið flutt, síðan sá
vágestur, skilvindan, hélt innreið sína hér. Og þar á
ofan bætist missir fjölda mætra manna á bezla ald-
ursskeiði, og síðast en ekki sízt þroskarýrnun þjóðar-
innar. Því að allir vita nú og viðurkenna, að afkvæmi
þeirra manna, er berklaveikir liafa verið, verða sjald-
an jafnhraust börnum óveiklaðra foreldra.
13