Vaka - 01.06.1928, Page 72
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
Landið er í raun réttri óðal hverrar þjóðar. Og fram-
tiðarheill sjálfrar þjóðarinnar er að miklu leyti undir
því komin, hvort það fer batnandi eða versnandi eftir
því sem ár og aldir líða. Þvi ætti sérhver þjóð að kapp-
kosta að fara sem bezt með land það, er hún byggir,
reyna að bæta það og fegra, svo að það verði æ betra
og byggilegra eftir því sem lengra líður.
Ef allt er með felldu og á framfaraskeiði hjá þjóð-
inni, þá fjölgar landsins börnuin í sífellu. Er því nauð-
synlegt, að landið fari síbatnandi, svo að það geti fram-
fleytt fleiru og fleiru fólki og gefið æ meira og meira
af sér. Fari landinu aftur á móti síhnignandi, er hætt
við að það fari ekki að geta framfleytt þeim, sem fyrir
eru, hvað þá heldur fleirum. Og með illri meðferð og
óviturlegri getur landið að siðustu orðið því nær ó-
byggilegt.
Hvernig er þessu nú farið með ísland? Hvort hefir
það farið batnandi eða versnandi, frá því er það byggð-
ist? Og hvort er það þá heldur náttúrunni eða mönn-
unum að þakka eða kenna eða hvorumtveggja? Oss
ríður á að svara þessari spurningu réttilega, sérstak-
lega að því er snertir gróðurríki landsins, því að undir
gróðrinum eru gæði landsins aðallega komin.
I. ER ÍSLAND AÐ BLÁSA UPP?
I íslendingabók Ara fróða segir svo, að í þann tíð,
er Ingólfur kom út liingað — „var ísland viði vaxit á