Vaka - 01.06.1928, Page 73
[vaka]
Ull SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
199
milli fjalls ok fjöru“. Og Þorv. Thoroddsen getur þess
til í Lýsingu íslands hinni ineiri*), að skógurinn hafi
■á landnámstíð þakið allt að V30 alls landsins eða um
3600 □ kin. Nú eru eftir, skv. því sem skógræktar-
stjóra Kofoed-Hansen telst til, um 600 □ km. eða V«
hluti þess, sem áður var til af skóglendi, og er það þó
mcstmegnis kjarrskógur og kræklur einar**) Og ekki
er nóg með það, að skógarnir séu að mestu liorfnir,
heldur eru þar nú örfoka holt og melar eða þá hreinir
og beinir eyðisandar, er skógarnir voru áður. Hvernig
stendur nú á þessu? Er landið að hlása upp? Og hverj-
ar eru þá orsakirnar til þessa?
Glöggt er gestsaugað, og er því bezt að láta þá, sem
dvalið hafa langdvölum utanlands og kunna skil á á-
standinu hér og þar, lýsa því, hvernig landið kemur
þeim fyrir sjónir.
Fyrir réttum 40 árum flutti séra Jón Bjarnason frá
Winnipeg fyrirlestur í Mountain í Dakota þess efnis,
að Island væri að blása upp, hæði andlega og iíkam-
lega, andlega fyrir það, að menn væru yfirleitt að
missa trúna, Iíkamlega fyrir það, að skógurinn og gróð-
ur Iandsins væri að ej^ðast — landið væri að blása upp!
Fyrirlestur þessi, sem var prentaður hér heima, vakti
talsverða eftirtekt, ekki fyrir það, sem klerkurinn sagði
um trúmálin, heldur fyrir það, sem hann sagði um
landið sjálft, og fara hér á eftir nokkrar tilvitnanir úr
fyrirlestri þessum:
„Landið v a r fagurt og frítt“ — í fornöld, í land-
námstíð. Landið í heild sinni e r eklci lengur fagurt og
fritt. Það er margur fagur og inndæll hlettur á landinu
nú, en skoðað í einni heild er það fremur ófagurt og
ófrítt. Fornsögurnar íslenzku skýra svo frá, að í land-
*) Lýs. fsl., II. b., bls. 437.
**) Kofoed-Hansen: Skógfræðileg lýsing íslands, Rvk. 1925,
bls. 55 o. s.