Vaka - 01.06.1928, Síða 74
200 ÁGÚST H. BJARNASON: [vaka).
námstíð hafi ísland allt verið skógi vaxið milli fjalls
og fjöru, og þó að skógurinn íslenzki vitanlega hafi
aldrei verið nema töluvert smávaxinn, þá var hann þó
s v o stórvaxinn, að sumstaðar voru siníðuð skip, fær
til þess að sigla á þeim landa á milli, úr íslenzkum
efnivið. Fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar og stórir
flákar af undirlendinu hafa verið eitt samanhangandi
skógarland. Auðvitað hefir skógurinn íslenzki verið
ennþá miklu meiri áður en ísland fannst og landnám
feðra vorra hófst þar; en það hefir þó í landnámstíö
verið svo mikið af skógi með ströndum fram á allri
umgjörðinni kringum hinar alveg óbyggilegu fjall-
dyngjur, jökulbreiður og sandeyðimerkur um miðbik
landsins, sem nægði til þess að gjöra það, skoðað utan
frá, i heild sinni fagurt og frítt. Nú liggur þessi um-
gjörð, sem forfeður vorir gjörðu að byggistöð sinni,
alveg nakin og ber; nú getur ekki heitið, að nokkuð
það, er skógur megi kallast, sé til á íslandi. Alnakið
land getur naumast fagurt heitið. Það er auðvitað, að
skáldið og náttúrufræðingurinn getur ávalt fundið
vissa fegurð við hvað eina í riki náttúrunnar, er fyrir
augun ber. En ég tala nú í þessu sambandi hvorki sem
skáld né náttúrufræðingur, heldur blátt áfram sem
maður, fer hér aðeins eftir því, sem i daglegu tali al-
mennings er kallað fegurð og fríðleikur. Og þá segi ég
það, sein ég sagði, að ísland, eins og það nú er orðið
útleikið, er í heild sinni ekki lengur fagurt. ísland er
ekki það, sem það áður var“*).
Höf. segist hafa ferðazt hringinn i kringuin allt
land, bæði á sjó og landi, og þvi vera all-kunnugur
landinu, en þó hvergi betur en i Skaftafellssýslum. Og
þar sé eyðingin ógurleg, en að mestu leyti af völdum
náttúrunnar. Eldgos, jökulhlaup og hinn eilífi vatna-
gangur hafi þar skafið allt hold frá beinuin og stór-
*) Jón Bjarnason: ísland að blása upp, Rvk. 1888.