Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 76
202
ÁGÚST H. BJARNASON:
[VAKAl
í för með sér á ekki lengri tima en siðan Árni Magnús-
son samdi jarðabók sína (1712) og Eggert Ólafsson
ferðabók sína (1752—57), þá lesi menn hina einkar
fróðlegu ritgerð Sæm. sál. Eyjólfssonar í 8. árg. Bún-
aðarritsins (1894): „ F e r ð u m Þ i n g e y j a r s ý s 1 u
og Fljótsdalshérað". En þá ferð fór hann til
þess að athuga skógarleifar þær, sem eftir eru nú á
þessu svæði, samanborið við jarðabölcina. Er þetta ein-
hver hin raunalegasta saga um rányrkju og fákænsku,
sem hugsazt getur, og sýnir bezt, hversu menn öldum
saman hafa nýtt land þetta i stað þess að bæta það
og fegra.
Háir skógar, alll að 50 fet á hæð, hafa verið til hér,
bæði i Fnjóskadal og á Möðruvöllum í Eyjafirði*); en
fyrir vanhyggni manna og ránskap hafa skógar þessir
verið eyðilagðir og er ófögur lýsingin á meðferðinni á
sumum þeirra, eins og t. d. meðferð séra Jóns Þor-
grímssonar á Hálsskógi í Fnjóskadal. Var slcógurinn
ýmist notaður í rafta, eða tii kolagerðar og eldsneytis,
en fénu beitt á ungskóginn, og unglaufið tekið til
„heystyrks“ í hörðum árum og til annara búsnauð-
synja. Er það vana viðkvæðið í jarðabók Árna, að
skógurinn sé notaður til einhvers eða alls þessa, þangað
til hann er alveg úr sér genginn og kolfallinn og ekki
er annað eftir en öri'oka urðir og melar, þar sem
skógurinn áður skrýddi landið.
„Nú er lítið eftir af hinum miklu skógum í Fnjóska-
dal“, segir Sæm. Eyjólfsson í þessari grein sinni. „Að-
eins á J>rem jörðum eru Jjar enn all-stórvaxnir skógar,
það er á Hálsi, Vöglum og Þórðarstöðum. Nokkur skógur
er og enn í Lundi og á Þverá. Annarsstaðar eru Jiar
eigi skógarleifar hvað teljandi sé. Það er eigi undarlegt,
þótt skógarnir í Fnjóskadal hafi verið stórvaxnir og
víðáttumiklir í fornöld, J)á er Jjess er gætt, hve mjög
*) Sbr.: Búnaðarrit, 8. ár., bls. 53.