Vaka - 01.06.1928, Síða 78
204
ÁGÚST H. BJAHNASON:
[vaka]
einu, svo að eftir yrðu aðeins örfoka holt og melar. Ég;
skal tilfæra örfá orð úr ritlingi hans, er sýna þetta:
„Það sést ekki einungis af jörðinni sjálfri, að hinn
gróni svörður fýkur, heldur kannske enn betur af hin-
um feikilega víðáttumiklu svæðum á íslandi, sem eru
orðin örfoka; en þau verða alstaðar fyrir manni, þar
sem ég hefi farið (þ. e.: frá Seyðisfirði, norður um
land til Reykjavíkur); og menn geta ferðazt svo á hest-
baki liðlangan dag, að ekki finnist stingandi strá handa
hestunum. Og þannig hafa veðrin eyðilagt heilar fer-
milur.
En jörðin (á íslandi) fýkur ekki eins og sandurinn
í sandhólum vorum (í Danmörku); vindurinn sleikir
sandinn ofan af, eftir því sem hann þornar; en hin
brúna islenzka jörð fýkur alveg af, allur svörðurinn i
einu. Á mótunum milli hagans, heiðarinnar og skóg-
arins á aðra hlið og melsins eða urðarinnar á hina má
því sjá stór moldarbörð rísa, þar sem grafið er undan
gróðrinum, er slútir fram yfir. Má sjá þetta Ijóslega á
myndunum 2 og 3 á bls. 30.
En það er að kenna j a r ð v e g i íslands og veður-
f a r i, að vindarnir geta eyðilagt svo stór landflæmi,
þvi að alltaf finna þeir einhverjar nýjar holur eða
rákir, sem þeir geta ráðizt á. Á hverju vori, þegar að
fannir leysir, myndast fjöldi smálækja, er falla niður
i'jallshlíðarnar og alstaðar, þar sem þær eru ekki
klæddar skógi eða kjarri, býr vatnið til rákir eða ræsi
i svörðinn; jörðin skolast burt og þekur hinn neðri
hluta hlíðarinnar, þannig að hún kæfir jurtalífið fyrir
neðan lækjarfarvegina; á sumrin þorna þeir svo upp,
þannig að vindarnir hafa greiðan gang að því að grafa
undan sverðinum. Eins og kunnugt er, koma mikil veð-
ur á íslandi; náttúrufræðingurinn Japetus Steentrup á
að hafa verið sjónarvottur þess, að hinn seigi gras-
svörður var eins og fleginn af jörðunni og honurn und-
ið upp eins og gólfábreiðu. Að svo miklu leyti sem ég.