Vaka - 01.06.1928, Side 80
206
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
mér nú ekki þá dul að gera upp á milli þessara manna,
en eftirtektarvert er það þó, að minnsta kosti hér sunn-
anlands, að skógurinn skuli helzt hafa haldizt við uppi
undir jöklum og inni í afdölum, þótt hann sé kolfallinn
í byggðum. Enn er til álitlegur skógur upp af Núp-
stað, undir jölculröndinni, og eins inni í Þórsmörk,
skammt frá skriðjöklinum. En hann er gjöreyddur i
Eystri- og Vestriskógum undir Eyjafjöllum nema í
hólma einum úti í ánni, rétt uppi yfir Skógarfossi, en
þar vex enn viðarhrísla, sem örðugt er að komast að;
og alstaðar undir vestri fjöllunum nema í Nauthúsa-
gili, þar sem er einhver hæsta reyniviðarhrísla á land-
inu, ágætlega vel varin af hálfu náttúrunnar; en kipp-
korn austar á flöt, sem enn nefnist „Fagriskógur", er
ekki hríslu að sjá, og var þar þó ennþá skógur í byrjun
19. aldar, að kunnugra manna sögn. Verður að fara
yfir árnar alla leið inn í Þórsmörk og Húsadal til þess
aftur að finna skóg og hann allinyndarlegan*).
Þetta virðisl mér henda á, að það hafi einkum verið
skógarhöggið, hrísrifið og kolagerðin, en þó sérílagi Ijá-
dengslan hér fyrrum, svo og fjárbeitin, er valdið hafi
mestu um eyðingu skóganna; en að náttúran hafi
frekar hlíft honmn en hitt, nema þá í hörðustu árum
eða þar sem hraun og jökulár hafa runnið fram eða
skriður hafa orðið honum að fjörlesti.
Lesi inaður ineð athygli ritgerð Sæin. Eyjólfssonar,
sér maður, að stærstu trén hafa verið höggin í rafta;
þótti það hvorttveggja í senn góð verzlunarvara og til
mikilla nytja heima fyrir til þess að hressa upp á
fjárhús og önnuy peningshús. Þá var og kolagerð mjög
tíðkuð, svo að kolagrafir finnast enn hlið við hlið t. d.
i Fnjóskadal. Þá var óspart rifið hrís til eldiviðar. Og
*) Þórsmörk hefir nú verið girt, en allar horfur eru á, að sú
ráðstöfun komi að engu haldi, ef ]>að á að leyfast að hafa fé
]iar áfram innan girðinga.