Vaka - 01.06.1928, Page 81
[vaka]
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
207
loks var unglimið kvistað niður til heystyrks í vond-
um árum. Svo var fénu beitt á það, sem eftir var og til
náðist, bæði sumar og vetur. Skógurinn fékk aldrei
næði eða tíma til að yngja sig upp, hvað þá heldur til
þess að vaxa og verða að stórum trjám, því að álitleg-
ustu trén voru jafnan tekin til þess að nota þau í rafta
og hitt ýmist rifið eða bitið.
En mómýrarnar bera nú helzt vott um, hversu viða
um laud skógurinn hefir verið, og í mónum má enn
finna birkileifar og stofna, er sýna, hversu gild skógar-
trén hafa verið. Þegar Flensborg skógfræðingur ferð-
aðist hér um land árið 1900, athugaði hann öll helztu
skógarsvæðin,, einkum á Hallonnstað og í Fnjóskadal,
og komst hann að þeirri niðurstöðu, að vænstu trén
væru nú þetta frá 20—24 fet að hæð og 3—4 þuml. að
þvermáli 2 álnir frá jörðu, en hæsta tréð í Fnjóska-
dal 27 fet og' 5 þuml. að þvermáli. Og svo bætir hann
við:
„Eftir jarðabókunum kvað skógur hafa verið á 34
bæjum í Fnjóskadal fyrir 150 árum, en nú er ekki
skógur nema á 5 bæjum. Fyrir 50 árum á skógurinn
að hafa verið helmingi stærri en hann er nú“.
„Arið 1899 var á einum bæ i Fnjóskadal grafinn upp
neðri hluti af trjástofni 8 feta langur. Þvcrmál hans við
rótina var 12 þumlungar. Þetta er sönnun fyrir því, að
áður hafi þó vaxið stærri tré hér á landi en nú gjör-
ist".*)
Af öllu þessu og mörgu öðru getuin vér ályktað, að
fyrst hefir stórskógurinn verið högginn og honum flett
sundur i borð og rafta. Þá hafa miðlungstrén verið
höggin til kolagerðar. Smærra hris hefir verið rifið upp
með róturn og kvistað niður til eldiviðar, en unglimið
haft til „heystyrks“, og svo hefir fénu loks verið beitt
*) Búnaðarrit, 16. ár, bls. 205—06: Skógræktin á íslamli, eftir
G. E. Flensborg.