Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 88
214
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
það hugað og leggja fyrir skógræktarstjórnina nú og
framvegis að gróðursetja lyng og kjarr, þar sem hætt-
ast er við uppblæstri eða sandfoki á heilar sveitir eða
héruð. Þessu ætti hvað helzt að beina athyglinni að
framvegis; en ég hygg, að lítið sem ekkert hafi verið
unnið að því hingað til og er það þó mesta nauðsynja-
málið.
Þá ætti að banna rif á hrísi, lyngi, mosa og melgresi,
og er það nú gert með lögum, sem hafa verið endur-
skoðuð og samþykkt á síðasta þingi að undirlagi skóg-
ræktarstjóra. En þar segir í 1. gr.: „I skógum og ltjarri
má ekki höggva tré né hrís öðruvísi en svo, að höggið
sé innan úr, eða skógurinn og kjarrið aðeins grisjað.
Ekkert svæði má berhöggva nema landið sé tekið til
ræktunar. Birkirunnum og birkirótum í skógum og
kjarri má ekki kippa upp. Eklci má rífa lyng, fjall-
drapa, víði né mel, heldur klippa það eða skera. Skóg-
ræktarstjóra og skógarvörðum er heimilt að banna að
taka upp slíkan gróður á þeim svæðum, er ætla má að
slíkt geti valdið uppblæstri landsins eða verulegum
skemmdum. Þeim er og heimilt að banna að taka mosa
i gróðurlitlum hraunuin".
Þá er það og mikilsvert, að með lögum þessum er
landstjórninni heimilað að veita eigendum og notend-
um jarða tillag úr ríkissjóði til að girða bæði skóg-
lendi og skóglaust land, til þess að koma þar upp nýj-
um skógargróðri, og ættu þeir, sem áhuga hafa á skóg-
rækt, að nota sér heimild þessa. Ríkissjóður leggur til
girðingarefnið og flytur það á næstu höfn. En eigandi
eða nothafi flytur það frá höfninni á girðingarstað-
inn á sinn kostnað og leggur til þann vinnukraft, ann-
an en verkstjórann, sem þarf til þess að koma girðing-
unni upp. En vanræki eigandi eða nothafi skógræktar-
svæðið, má taka girðinguna burt aftur á kostnað eig-
anda eða nothafa.
Þetta ætti að verða til þess, að menn færu að geta