Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 90
216
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
hugi á skógræktarmálinu vakinn, þá ættu orð skálds-
ins ekki að eiga langt í land með að rætast:
Fagur er dalur og fyllist skógi,
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
SkáldiS hnigur og margir i moldu
með honum búa, en þessu trúið. — —
IV. SANDMYNDUN OG SANDFOK.
í nánu sambandi við eyðingu skóganna stendur sand-
myndunin. En þar sem hér ei talað um sanda, er þó
ekki átt við hin miklu sandflæmi inni i óbyggðum
landsins, er myndazt hafa af völdum náttúrunnar, ým-
ist fyrir eldgos eða fyrir fokjörð þá, sem öræfavindarn-
ir hafa borið ofan af hálendi landsins, eða fyrir jökul-
hlaup og framburð vatna; heldur er hér aðallega átt
við sandgára þá, sem nú öldum og áratuguin sarnan
hafa verið að teygja sig inn yfir sveitirnar, einkum hér
á suðurlandi, svo og uppblástur þann, sem að minnsta
kosti að nokkru leyti getur hafa verið mönnum og
skepnum að kenna, getur ýmist verði að kenna eyð-
ingu skóganna, ógætilegu hrísrifi og torfristu inanna
eða ágangi sauðfjárins eða hvorutveggja.
Þar sem fokjörð er, þarf litið til, að landið blási upp
á stórum svæðum. Til er munnmælasaga um það fyrir
austan, að kerling, sem var á ferð og var orðin fótsár
af göngunni, hafi rist torf í skóinn sinn og hafi þá
landið tekið að blása upp hringinn í kring. Til eru og
sannar sögur uin það, að rifið á hrísi og Iyngi, þar sein
það áður myndaði nokkurskonar hlébelti og batt jarð-
veginn, hafi haft i för ineð sér stórkostlegan uppblást-
ur og sandfok. Og ekki þurfa menn að lita á annað en
þessar litlu og ömurlegu skógarleifar, sem eftir eru í
landinu, til þess að sjá og sannfærast um, hvernig
fjárbeitin hafi farið með skógana, gert þá að smá-
vöxnu skríðandi birkikjarri, sem víðast hver nær