Vaka - 01.06.1928, Síða 95
vaka']
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
221
hann hefir ekki gefið því gaum. Ég minnist ekki að
hafa heyrt þess getið, að hann hafi komið að Hvammi
í 15 ái% þótt svona hafi verið ástatt með jörð hans..
Ennþá heldur Hvaminur áfram að eyðileggjast, og
næsta jörð við hana, Lýtingsstaðir, telcnir við af hon-
um. Þar hefir búið efnalítill ómagamaður. Börn hans
eru nú vaxin og vinnukraftur nægur. Gerðar hafa ver-
ið þar jarðabætur, t. d. sáðsléttun en nú stefnir
uppblásturinn og sandfokið al' Kambsheiði á túnið
hans. Hann D. . . . frá G. . . . gerir Lýtingsstaðabónd-
anum súrt í augum........Lýtingsstaðina er örðugt að
verja, ef Hvammurinn heldur áfram að blása. Báðar
þær jarðir hafa framfleytt fjölskyldumönnuin, dug-
andi bændum, sem er sárt að sjá býlin leggjast i auðn
og rústir. — Hægt er að bjarga túnum og húsum enn
og' iniklu af landi í Hvammi og á Lýtingsstööum, ef
bráðlega er hafizt handa“.
Það er, eins og höf. kemst að orði, í einu „ræktan-
legasta héraði landsins“, að slíkt er látið liðast. Menn
horfa hér upp á vaxandi eyðingu, án þess að hefjast
handa, og hefði þó héraðsstjórnin þegar átt að taka í
taumana á kostnað landeiganda, þvi að annars getur
svo farið, hér sem annarsstaðar, að heilar sveitir eyð-
ist fyrir sinnuleysi einstakra manna.
V. SANDGRÆÐSLA.
Gætum vér nú ekki reynt að græða upp aftur sveitir
þær, sem orðið hafa fyrir mestum uppblæstri og jafn-
vel grætt út nokkuð af söndum þeim, er myndazt hafa
og grandað hafa sveitum þessum, og þannig numið
oss nýtt land? Þetta hefir þegar verið reynt, þótt í
smáum stíl sé, enn sem komið er, og með ýmsu móti,
ýmist með áveitum eða fyrirhleðslum, eða með því að
girða stærri eða minni sandsvæði og þá líka með þvi að
sá til nýs gróðurs innan girðinganna. Allt hefir þetta