Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 98
224
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka!
A'ðallega eru það sandrokin og árnar, sem eyða, eins
og sjá má af eftirfarandi lýsingu: „Meðallandið er
undirorpið mildum ágangi af sandfoki, og hafa þar
margar jarðir og slægjulönd skeminst til muna; er
mælt að 8 jarðir hafi farið þar af síðan 1875. Hefir
á seinni árum verið rætt um áveitur á Meðallandi til
varnar gegn sandeyðileggingunni, en ekki er það kom-
ið til framkvæmda enn. Sumstaðar skemmist land þar i
héraði Iika af ágangi hinna miklu jökulfljóta, en á stöku
stað hefir skapazt jafnvægi af náttúrunnar eigin völd-
um; bærinn Fljótar, neðarlega við Eldvatnið, var þann-
ig nærri kominn í eyði, en varð svo aftur ein hin bezta
slægjujörð á Meðallandi. Hér þyrfti mannshöndin,
eins og víðar, að setja náttúruöflunum skorður og
beina þeim til gróðurs fyrir landið og hags fyrir íbú-
ana; en slíkt kostar auðvitað mikið fé og vinnu“* **)).
Já, hví skyldi mannshöndin ekki geta hjálpað? En
þá mætti ekki vera um neitt kák að ræða, eins og t. d.
fyrirhleðsluna fyrir Þverá og Markarfljót í innanverðri
Fljótshlíðinni 1926. Mér blöskraði, er ég sá, hvað þar
var gert: nokkrir lxrísbaggar og sandfylltir pokar, sem
lagðir voru í röð á eina eyrina! Slíkum óhemjum sem
Þverá og Markarfljóti verður að marka betri bás. Væri
nær að reyna að nota skurðgröfuna, er höfð var til að
grafa með aðalaðfærsluskurð Flóaáveitunnar, til þess
að grafa slíkum fljótum nógu breiðan og djúpan far-
veg, og þó mikið vafamál, hvort það dyggði nema rétt
í bráð * *).
En svo er fyrir þakkandi, að græða má út sanda með
*) Lýs. ísl., III., bls. 160.
**) Annars eru margar ráðagerðir um þetta: Vigfús Thoraren
sen sýndi fyrstur manna í verki, hvernig unnt var að hasla
Þverá völl, er liann lét bœndur hlaða fyrir við upptök hennar
á haustin. Kofoed-Hansen hefir í dagbl. „Vísi“ komið með aðra
uppástungu. Og loks munu verkfræðingar landsins vera með
þriðju ráðagerðina.