Vaka - 01.06.1928, Side 101
[vaka]
UM SKÓORÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
227
á vanda til, heldur stendur hann eins og sáinn akur.
Nú er það á allra vitorði, að landsmenn hafa áður not-
að melkornið bæði til skepnufóðurs og manneldis*).
En mætti þá ekki ineð úrvalningu eða kynblöndun eða
hvorutveggju gera melfræið að góðu korni handa mönn-
um og skepnum og breyta síðan söndunum smómsam-
an í sáðlönd og kornekrur?
Þetta datt að minnsta kosti mér í hug, er ég var að
ferðast um auðnirnar í Ameríku nálægt þeim stöðvum,
þar sem L u t h e r B u r b a n k , hinn mikli töframaður
á jurtagróður allan, hafði reist tilraunastöðvar sínar.
Hann hefir með úrvalningu og ltynblöndun ýmissa jurta
klakið lit alveg nýjum tegundum fóðurjurta, jarðar-
ávaxta og ávaxtatrjáa. Hvi skyldi þá ekki einhver Is-
lendingurinn, sem hefði kunnáttu og jirautseigju til
þess, geta, þó ekki væri nema með úrvalningu á stærsta
og hezta melfræinu um skemmri eða lengri tíma, gert
það að nothæfu korni? En melgresið vex eins og kunn-
ugt er alstaðar á íslandi, jafnt i Meðallandinu sem á
Grímsstöðuin á FjöIIum. Er ekki náttúran einmitt með
þessu að benda oss á, hvernig vér getum gert land vort
að kornlandi? —
Þá mætti ekki síður rækta kartöfluna i stórum stil
á söndunum, t. d. á þessu mikla sandflæmi, sem blásið
hefir upp milli Þjórsár og Rangár. Akraness-kartaflan
sýnir, að framleiða má hér á lándi ný og góð afbrigði
ekki síður eu annarsstaðar. En kartaflan, sem Burbank
bætti, gefur nú Bandaríkjunuin um 20 mill. dala í ár-
legan arð. Mundi ekki eitthvað af þeirri upphæð vera
notandi hér? Og ætli það væri ekki vert að reyna, hvort
vér gætum hagnýtt eitthvað af hinum miklu sand-
flæmum austanfjalls einnig til kartöfluræktar? En það
*) Forfeður vorir fluttu, eftir ]jví sem Sig. Sigurðsson bún-
aðannúlastjóri segir l'rá. melgresið með sér til Grænlands, þar
sem það enn vex i námunda við bæjartóftirnar, en hvergi ann-
arsstaðar.