Vaka - 01.06.1928, Side 103
ALÞINGI OG SAMBANDSLOGIN.
Yfirlýsingar i'Jokkanna á Alþingi uin uppsögn sam-
bandslaganna eru nýr vottur þess, live íslenzkir leiö-
togar á fyrsta áratugi vors nýja sjálfstæðis gera sér
lítið far um að virða, liver áhrif muni hafa á skifti vor
við aðrar þjóðir, það sem sagt er og gert á þingi og af
stjórnarvöldum. Þetta er því iskyggilegra sem einsætt
er, að aðstaða vors íámenna ríkis í sambúð þjóðanna
er ekki sterk og því full ástæða til varúðar út á við.
Áður en ég minnist nánar á yfirlýsingarnar um
sambandslögin vil ég nota þetta tækifæri til þess að
minna á það með fáum dæmum, að einstaldr leiðtogar
og fiokkar hafa á síðustu árum ekki horft í að stofna
til stórslysa fyrir þjóðina út á við, ef þeir höfðu von
um rangfenginn stundarhag í pólitislcu baráttunni
heima fyrir. Ég veit ekkert, sem orðið gæli sjálfstæði
voru híettulegra, en ef slikar aðfarir yrðu almennar i
stjórnmálalífi voru.
Fyrir tæpu ári vildi hartnær helmingur þingsins
freinja skýlaust brot á viðskiftasamningi vorum við
Spánverja, með því að fækka útsölustöðum áfengis-
verzlunar ríkisins. Eftir þennan undirbúning vildu
sömu þingmenn, að farið yrði fram á það við Spán-
verja, að þeir semdu við ísland á þeim grundvelli, að
vér þyrftum ekki framar að leyfa innflutning spánskra
vína. Ekki var gert ráð fyrir, að nein fríðindi skyldu
koina í móti af íslands hálfu. Þessar tillögur komu fram
rétt fyrir kosningar, bersýnilega til þess að afla þeim
flokkum, er að þeim stóðu, stundarfylgis ofstækis-
fullra bannmanna. Eftir kosningasigur þessara flokka