Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 111
[vaka]
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
237
mann eygði einhverja vonarglætu, óx honum þrek og
kjarkur. Hann hefur unnið sleitulaust í Noregi, lært
jnálið ágætlega, kynnzt landi og þjóð, lesið og skrifað
af kappi. Þegar þess er gætt, að ein fjögur ár eru síð-
an hann fór utan, iná furðu gegna, hvað hann er á veg
kominn.
Ýmislegt má að Brúðarkjólnum finna. Bæði i nátt-
úrulýsingum og mannlýsingum er sitt af hverju, sem
hæpið er og varla á heima á íslandi a. m. k. Eins og
títt er og eðlilegt um unga höfunda, á Ivristmann auð-
veldara með að setja upp vefinn en fella af. Ef sagan
væri þýdd á íslenzku, myndi sumt af þessu koma skýr-
ar í ljós og þá væri meiri ástæða til þess að fjölyrða
um það. En margt er lika vel um söguna. Frásögnin
er fjörleg og skemmtileg, höfundurinn tekur svo mik-
inn þátt i örlöguin persónanna, að lesandinn berst
ineð, og stíllinn er bæði eðlilegur og haglegur. En það,
sem gerir söguna að skáldskap, er framar öllu, að þar
er drottnandi og algild hugsun sett fram á lislfengan
hátt. Höfundurinn veit vel, hvert hann stefnir, cn hef-
ur ekki vísifingurinn sífellt á lofti til þess að sýna það,
lofar atburðunum að tala og lesandanum að álta sig
smám sainan.
Björn ísleifsson á Laxá hefur erft eignarjörð sina og
kröfur þær, sem henni fylgdu, að Laxárbóndinn væri
sveitarkóngur. Hann er mikill vexti og höfðinglegur á-
sýndum, en lausgeðja og veildundaður. Hann er skap-
aður til þess að eiga skörung fyrir konu, lúta henni
heima fyrir og hafa hana að bakhjalli út á við. En í
stað þess kvænist hann stúlku, sem vill dást að honum
og treysta honum. Hann sver henni þess dýran eið
brúðkaupskvöldið, að frá þeim degi skuli hann vaxa að
völdum og karlmennsku. En efndirnar verða daufar.
Konan deyr, hann situr eftir með samvizkubit fyrir
svikin heit og finnst nú, að minningin um konuna
muni geta orkað því, sem návist hennar mátti ekki.