Vaka - 01.06.1928, Síða 115
[VAKA']
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
241
rxuili, ei' þær draga ekki athygli frá aðalefninu, sem um
er deilt. En af því að eg er sannfærður um, að skoðun-
arháttur sá, sem eg aðhyllist i þessum efnum, sé heil-
brigður og réttur, skal eg ekki telja eftir mér að gera
enn nokkurar athugasemdir honuin til skýringar. Vera
iná, að einhverir fleiri en síra Ragnar hafi misskilið það,
sem eg hef sagt, eða geri það eftir að hafa lesið grein
hans.
Við nýjungum má bregðast á fleiri en einn veg, Það
má reyna að loka þær úti með öllu. Okkur sira Ragn-
ari kemur prýðilega saman um, að það sé hvorki ger-
legt né æskilegt. Ef hann vill sjá, hvernig eg hef áður
litið á það mál, get eg vísað honum í grein mina um
þýðingar (1919) og fyrstu kafla þessara þátta. Ef hann
vill trúa því, að grein hans hafi sannfært mig mn það,
er honum það velkomið. En um það efni deili eg ekki.
En það má líka veita nýjur.gunum viðtöku á tvenn-
an hátt. Það má láta þær flæða varnarlaust yfir allt,
sem fyrir er, sópa í blindni burt því verðmæta jofnt og
úrelta. Brynjólfur biskup lýsti siðabótinni á þá leið,
„að kirkjan hefði fyrir langa vangæzlu hirða sinna
fengið óklárindi i höfuð sér, en þá hefði Lúther verið
sem kambur sá, er jafnt rífur hár og svörð sem óklár-
indin“. Þó að undarlegt sé, virðist sumum mönnuni
þykja þessi aðferð fýsilcg. í öðrum greinarstúf í síð-
asta Iðunnarhefti standa þessi spámannlegu niðurlags-
orð: „Sannleikurinn mun halda innreið sina, þrátt
fyrir allt. Og hófaför hans munu vera dýpst á skalla
þeirra manna, sem ötulastir hafa verið að verja hon-
um dyrnar“. Það er eins og höfundi verði alveg sér-
staklega hlýtt í huga til sannleikans, þegar hann hugs-
ar um þá menn, sem eru honum ekki alveg sammála i
uppeldismálum, flata undir hrosshófunum. En eg verð
að játa, að ljótari samlíkingu og ósannari hef eg ekki
nýlega séð. Það er að vísu eðli sannleikans að rífa upp
illgresi, jafnt því sein hann ræktar og græðir. En hánn
16