Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 119
[VAKA
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
245
vex meir í augum, livað vansagt er en ofsagt um það
efni. Og ef það er rómantísk trú á mátt mannlegrar
hugsunar og íslenzkrar skynsemi, að hafa megi taum-
hald á slraumi nýjunganna, að nytja megi hestöflin án
þess að leggja alll undir hrosshófinn, þá er að biða
þess, að reyndin skeri úr málinu. Það er ekki allt af
vænstur kostui- að lilaupa i það lið, sem næst þykir
sigrinum.
Sigurður Nordul.
ORÐABELGUR.
UM UPPLÝSINGU. Ekki eru margir lærdómsmenn
íslenzkir, sem hetri eiga þakkir skilið fyrir störf í
þágu aukinnar fræðslu en Ágúst prófessor Bjarna-
son. „Yfirlit hans yfir sögu mannsandans" er meðal
þörfustu bóka, sem skrifaðar hafa verið handa ís-
lenzkri alþýðu og yfirleitt miklu gieggra rit en fjöldi
rita þeirrar tegundar, er samin hafa verið erlendis.
Sömu þakkir verðskulda ýms önnur rit, er hann hefir
samið síðan Yfirlitið birtist. Væri sannarleg'a mikils
um vert, ef ríkið vildi hlutast til um útgáfu á bókum
rituðum í almennu fræðsluskyni, samanteknar við hæfi
íslenzks lesþols og kaupþols. —
Eg sé í „Vöku“, sein inér hefir borizt nýlega, að þýð-
ingarhugmynd dr. Sigurðar Nordals er aftur komin á
stúfana og gerist hr. Kristján Albertson framsögu-
maður hennar að þessu sinni. Áhuginn, sem liggur til
grundvallar hugmynd þessari, er göfugur og í alia staði
virðingarverður. Samt sem áður finn ég alltaf hvöt hjá
mér til andmæla, hvenær sem ég sé hugmynd þessa
borna fram. I ritgerð, sem ég skrifaði um islenzkt
menningarástand fyrir fáum árum í blaðið ,,Vörð“,
sýndi ég l’ram á, að hugmvnd þessi væri ekki sem