Vaka - 01.06.1928, Side 120
OHÐABKLGUR.
[vaka]
240
heppilegust, en flestir eru nú víst búnir að gleyma
því, og má segja að Jíkt sé háttað um hugmyndir og
pillur, að þær lirífa sjaldnast í fyrsta sinni, sem þær
eru gefnar. Ég hafði nefnilega aðra hugmynd, sem ég
var að reyna að líoina inn lijá alinenningi, og hafði
hún það til síns ágætis meðal annnars að vera feikna
einföld og að sama skapi ófrumleg, svo það var engin
hætta á að gengi fram af neinum. Ég stakk upp á því,
að menn lærðu eitthvað svolítið í tungumálum þeirra
þjóða, sem oss eru skyldastar að menningu, til þess að
geta notið erlendra ágætisrita. Nú ætla ég að stinga upp
á nýrri hugmynd í viðbót, og hún er sú, að hin fimm
eða sex bókmenntatímarit, sem út eru gefin á Islandi,
taki upp þá nýlundu að reyna að sýna einhverja smá-
ræðis-viðleitni í þá átt að gera lesendum sínum grein
fyrir því, sem er að gerast i bókmenntum i heiminum;
—■ það væri svo gaman. Góðfúsir lesendur til sveita
kvarta svo iðglega undan leiðbeiningarskorti i vali er-
lendra bóka og neyðast þannig oft til að panta sér
„Fangen paa Zenda“ heldur en ekki neitt.
Enn er annar kostur glæsilegur við hina stórlcost-
legu hugmynd inína um aukna málaþekkingu, sá nefni-
lega, að hún fer prýðilega saman við ráðstafanir þær,
sem óðum er verið að gera i íslenzkum skólamálum.
Itísa nú upp sem óðast efnileg menntasetur í hverjum
Iandsfjórðungi og bráðuin í annari hverri sýslu. En
hagir manna hafa rýmkazt svo á síðustu timum, að
hverjum ungum inanni og konu, sem nokkra upplýs-
ingarþrá hefir á annað borð, má heita kleift að sækja
þessa lýðskóla og myndu naumast fleiri verða i fram-
tíðinni til þess að lesa erlendar þýðingar en hinir eru,
sem kostur gefst á að stunda nám á sýsluskólum eða
fjórðunga. Því inætti virðast eðlilegt, að kennslu væri
svo hagað við lýðskólana, að nemendur fengi þann
undirbúning í einu stórmáli eða fleirum, að þeim væri
að loknum skóla greiður aðgangur að bókmenntum
einnar stórþjóðar eða fleiri. Að fengnum slíkum undir-
búningi gæti síðan hver um sig haldið inn á þá braut,
sem hugur hans beinist til, þegar skóla lýkur, en slík
leið til sérfræðslu í ákveðinni menntagrein væri óhugs-
anleg, ef málakunnátta væri engin og ekki í annað hús
að venda fróðleiksgjörnum sálum en gripa til verk-
smiðjuþýðinga, sem hlytu að veita mjög takmarkaðan