Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 125
[VAKA|
ORÐABELGUR.
251
að rita fyrir íslenzka lesendur um erlendar bókmennl-
ir, í því skyni að leiðbeina þeim i kaupum á útlend-
um bókum. Þessi hugmynd myndi koma inér nýstár-
legar fyrir sjónir (og ég myndi segja eitthvað um hana
hér), ef ég het'ði ekki áður ritað um þessa þörf i
Vörð og reynt að bæta litið eitt úr henni með greina-
flokknum um „Stórskáld vorra tíina“. Þessar greinar
voru prentaðar upp í vestur-íslenzku blöðunum báð-
um og geri ég þvi ráð fyrir að H. K. L. hafi séð þær.
Ég sé því minni ástæðu til þess að fara nú í mennta-
málakappræðu við H. K. L., sem ég er ekki alveg hand-
viss um, að áhugi fyrir slíkum efnum hafi verið höfuð-
hvötin tii þess að hann ritaði upplýsingar-pislil sinn.
í hugleiðingunum um málanám virðist mér hann vera
að komast að efninu hann er lengi að þvi —- en
undir lok keinur mergur málsins: Maður nokkur hefir
móðgað Vefarann mikla frá Kasmir. Sjáið nú, góðir
hálsar, hvernig ég fer með hann: Hann er borðfótur í
buxum — ha, ha, ha! Hann er rödd neðan úr heimi
fordómanna, — svei! Hvaða hegning haldið þið að bíði
hans? Hann er dauðadæmdur! Með penna mínum hæfi
ég hann í hjartað — g.jugg í borg! — svo er hann úr
sögunni.
Megin-,,upplýsing“ greinarinnar er sú, hve þung
hegning liggi við að móðga Halldór Kiljan Laxness
hinn mikla frá Laxnesi.
Hverju hefir H. K. L. reiðst?
í ritgerð minni um „Andlegt líf á íslandi“ minntist
ég með örfáum orðum á „Vefarann mikla frá Kasmir“.
Ég gat þess að mér virtist svo á umtali manna um
bókina, að hún ætti ekki fyrst og fremst „ritlist og
andríki“ höl'. þá athygli að þakka, sein hún hefði
vakið, heldur berorðum uininælum um kynferðislíf,
djörfum lýsingum á holdlegum ástum.
H. K. L. getur ekki dregið í efa, að ég fari rétt með.
Hann segist hafa dvalið ytra síðan sagan kom út, vita
lítið um þær viðtökur, sem hún fékk hjá almenningi.
Hvað er hann þá að fara í grein sinni? Hann talar
um einlægni og hreinskilni sem höfuðprýði nýrri bók-