Vaka - 01.06.1928, Side 127
[ VA K A
OHÐABELGUR.
253
En ekki verður l'eiguni forðað. Nú hefir H. K. L.
dauðadæint inig fyrir tepruskap.
Hamingjan hjálpi mér ....
Það er reynandi að gjalda líku líkt, kveða upp
dauðadóm yfir H. K. L. og láta svo skeika að sköpuðu
um, hvor lengur hjarir.
Því að þótt ég sé sammála honum um að virða
frjálsræði skáldsins til þess að lýsa lífinu í alvöru og
einlægni eins og það kemur því fyrir sjónir, þá erum
við samt ósammála. Það sem við teljum báðir leijfi-
legt, virðist hann telja skylt: bersöglina um ófrýnileik
lifsins. Hér er hann ófrjálslyndari en ég. Ég virði frelsi
skáldsins til þess að rita af blygðun um óhreinindin
eða koma hvergi nálægt þeim, til þess að Ijúga upp
fögrum æfintýrum, til þess að lifa uppi í skýjunum.
Ég hafði komizt svo að orði um „Hel“ Sigurðar Nor-
dals: „Þar er enginn pólitiskur gauragangur, engin
klúryrði, enginn líkamsdaunn, engir „hrökkálar“ (sbr.
Bréf til Láru), engir „himneskir hrákar“ (sbr. Vefar-
inn) — aðeins hrein, fáguð list, alvarleg og skáldleg
hugsun um mannlegt líf“. Þessi orð gefa H. K. L. til-
efni til þess að hæðast að þeim „dýrindis-tepruskap",
er ég telji slcáldverki Nordals til gildis. 1
Hvað er hann að fara — hvað gengur að honum?
liggur mér við að segja.
Er þá hvert það verk teprulegt, þar sem ekki eru á
ferðinni hrölckálar og hrákar? Ér það nú orðin hrein
og bein skyldi hvers slcálds að sanna „einlægni“ sína
með því að vera klúryrtur? Er ekki blygðunarseinin
jafnsönn tilfinning hjá sumuin skáldum og blygðun-
arleysi er það hjá öðrum? Mega menn ekki framar láta
hrifast af fríðleikanum, — aðeins af ófríðleikanum?
Gott og vel. Ef ófríðleikinn er orðinn hið eina boð-
lega yrkisefni og djörfungin til að láta ekkert ósagt
um manninn hin eina listræna hugsjón, þá inætti ef til
vill salta sjálfan H. K. L. um tepruskap. Hann nefnir
James Joycc, sem ekki er feiminn við að lýsa því þegar
söguhetja hans kastar af sér vatni. Og allir vitum við
hvað kom fyrir Þórberg Þórðarson í slcógarrunna við
Breiðafjörð. Hvers vegna er ekki sagt irá neinu slíku