Vaka - 01.06.1928, Side 129
1 VAKA l
mTKKIiGN.
255
Ég hafði gert mér vonir uin, að einhver mér færari
maður myndi verða til að geta bókar þessarar opin-
lierlega, en þar sem það hefir mér vitanlega enn eigi
orðið, dirfist ég að biðja háttv. ritstjóra „Vöku“ fyrir
þessar línur, enda þótt mér sé Ijóst, að mig skortir bæði
þekkingu og æfingu sem kennari til að dæma um bók
þessa, eins vel og hún á skilið.
Það eru þó nokkur ár siðan, að 1. útgáfa þessarar
bókar kom út. Höf. var þá kennari við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og hafði samið hana á einum vetri i
tómstundum sínum frá kennslunni við lítinn bókakost,
eins og þar er um að ræða, og enn minna tóm til rit-
starfa. Bókin vakti þá fremur litla athygli, var víst
óvíða tekin lil kennslu við skóla, en var þó mjög góðra
gjalda verð eins og á stóð.
Þessi 2. útgáfa er svo mjög breytt og aukin frá því,
sem var í fyrri útgáfunni, að heita iná að um nýja bók
sé að ræða, enda mun nú torvelt að finna á henni ann-
marka, er nokkru máli skifta.
Bókin er þannig samin, að hana má auðveldlega nota
við kennslu í unglingaskólum og öðrum framhaldsskól-
um, auk gagnfræða- og mennlaskóla, sem hún er aðal-
lega ætluð. í lægri skólunum verður að hlaupa yfir eða
stikla að eins lauslega á mörgum köflum í bókinni, og
er það gert auðveldara kennurunum ineð því að þeir
kaflar bókarinnar, sem minna veltur á, eða alls ekki
eru ætlaðir til náms, eru prentaðir með smærra Jetri, og
yfirleitt kaflaskifting í bókinni verið gerð með þetta
fyrir augum. En auk þess, sem fyr hefir verið talið,
hefir bókin þann kost, sem eigi er ætíð að finna í bók-
um, sem aðallega eru notaðar sem kennslubækur i
skólum, — að hún er mjög aðgengileg aflestrar sem
fræðibólc handa þeim, er eigi hafa átt kost skólagöngu
einhverra hluta vegna, en langar til að afla sér fróð-
leiks á þessuin sviðum af eigin rammleik.
Bókin skiftist i tvo aðalkafla; í fyrri kaflanum er
stiklað á helztu atriðum í steina- og jarðfræði frá al-
mennu sjónarmiði, en þó tekið tillit til þess, sem sér-
kennilegast er íslenzkri steina- og bergfræði. Siðari
kaflinn, frá bls. 103 (bókin er öll um 190 bls.) má
heita algerð nýjung í íslenzkri skólabók, þar eru rakin
aðalalriðin í íslenzkri jarðfræði — „Myndnn íslands
og æfi“; — skýrt frá aðal-bergtegundum þeim, sem