Vaka - 01.06.1928, Page 130
258
KITFREGN.
[vaka]
landið er inyndað ai', og lýst þeim skapandi og eyðandi
öflum, sem í sameiningu hafa unnið að því að mynda
land vort frá öndverðu og til þessa tíma. Að vísu hefir
verið að þessu vikið í Islandslýsingum og landafræðis-
kennslubókum, en þó hefir eigi fyr verið samið jafn
ýtarlegt heildaryfirlit yfir myndunarsögu íslands, sem
aðgengilegt hafi verið skólafólki. Gegnir furðu, hversu
miklum og áreiðanlegum fróðleik höf. hefir tekizt að
þjapjia saman í ekki stærri kafla en þenna og í jafn
aðgengilegu formi.
I bókinni eru allmargar myndir til skýringar og er
það ánægjulegt að sjá, hversu höf. hefir tekizt að afla
margra góðra íslenzkra mynda lil bókarinnar, enda
væri það undarlegt mjög, ef eingöngu þyrfti að nota er-
lendar myndir, sem Iítt eiga við staðháttu hér, til skýr-
ingar í íslenzkum kennslubókum.
Aftan við bókina er viðbætir — leiðarvísir til að
þekkja og ákvarða steina, og eykur það gildi bókar-
innar sem kennslubókar við skóla, þar sem sæmilegir
eru kennslukraftar og áhöld.
Prófarkarlestur hókarinnar hefir eigi tekizt eins og
æskilegt hefði verið, en þó þarf það eigi að standa bók-
inni fvrir þrifum, þar eð höf. hefir sett leiðréttingar á
því helzta aftast i bókinni.
Bók þessi bætir úr tilfinnanlegri vöntun, sem verið
hel'ir til þessa, á íslenzkri kennslubók í jarðfræði, og á
hún það l'yllilega skilið, auk þess að verða lögleidd
sem kennslubók við sem flesta skóla vora, að athygli
almennings sé vakin á henni sem fræðilestrarbók af
beztu tegund.
Magnús fíjörnsson.