Vaka - 01.05.1929, Side 10
FULLVELDISINS MINNZT.
1. desbr. 1928.
Atburður sá, sem við í dag erum saman komin til
þess að minnast, er að mínu viti eitthvert stórfelldasta
sporið, sem stigið hefir verið í íslenzkum stjórnmálum
allt til þessa.
Með fullveldisviðurkenningunni, sem féll oss í skaut
nú fyrir réttum 10 árum, fengum vér skýlausa yfirlýs-
ingu Dana uin það, að vér sjálfir ættum þetta land,
sem vér byggjum, að fullu og öllu, og ættum því sjálfir
að bera siðferðilega og stjórnarfarslega ábyrgð á því
um ókomnar aldir.
Ýmsir eru raunar enn þeirrar skoðunar, að stíga
hefði mátt sporið fyllra og jafnvel taka skrefið alveg
út með því að segja skilið við Dani. En ég er þeirrar
skoðunar, að úrlausn sú, sem þá fékkst, hafi verið
heppileg til undirbúnings, og að hún geti orðið sá
grundvöllur, sem vér getum byggt á alla framtíð þjóð-
ar vorrar, og að hún sé merkilegur áfangi að settu
marki, að verða að alfrjálsri og alsjálfstæðri menning-
ar þjóð í fögru og velsetnu landi. En fyrst verðum vér
að læra það, að sjá fótum vorum forráð í öllum grein-
um. Og svo er hins að gæta, hvernig á stóð þá, að ekki
mátti glata því tækifæri sem bauðst, en — þar sem
tveir sömdu, gat ekki annar aðilinn einn öllu ráðið.
Ég er hvorki sagnfræðingur né stjórnmálamaður, en
leyfið mér samt, áheyrendur mínir, að segja frá leik-
mannsáliti mínu á sögu landsins.
Ég er sömu skoðunar og ýmsir aðrir, að skifta megi
nú sögu landsins í tvær árþúsundir, í tvö landnám,