Vaka - 01.05.1929, Side 12
ÁGÚS’l' H. BJARNASON:
[vaka]
6
fjötrana. En ekki var það þó l'yr en þeir Baldvin Ein-
arsson, Fjölnismenn og þó e.inkum Jón SigurÖsson
fóru að láta til sín taka, að vér fórum að slita af oss
höftin að verulegum mun og vakna til dugs og dáða.
Fyrsta viðleitni Jóns Sigurðssonar og samherja hans
heindist að því að endurreisa Alþingi, og það tókst
1843. Árið 1848 birtir hann „Ávarp til íslendinga“
og' ákveður með því alla stjórnmálastefnu vora. Á
þjóðfundinum 1851 mótmælir hann innlimun Islands í
Danmörku. Og árið 1854 tekst honum og Alþingi að
losa að fullu og öllu um verzlunarhöftin. En um
stjórnmálin stendur óslitin barátta fram til þjóðhá-
tíðarársins 1874.
Árangur þeirrar baráttu virtist ætla að verða sá, að
Danir innlimuðu oss til fuils með stöðulögunum 1871.
En þau lög höfum vér íslendingar aldrei viljað kann-
ast við né undir gangast. Og ekki liðu nema 3 ár frá
þvi og þar til vér fengum vora sérstöku stjórnarskrá
ineð sérstökum landsréttindum, löggefandi Alþingi og
fjárforráðum. Þá hófst hið nýja landnám vort með
nýju árþúsundi, og þá tókum vér að rétta oss úr kút
þeiin, sem vér höfðum verið keyrðir í.
Og ekki liðu nema 30 ár frá þjóðhátíðarárinu, þang-
að til vér öðluðumst heimastjórn með íslenzkuin ráð-
herra búsettum á íslandi. En þá hófst hin eiginlega
framfaraöld vor, sem hvergi nærri er lokið enn. Lagn-
ingu landssímans var lokið 1906, en við hana komumst
vér í fast samband við umheiminn. Árið 1907 hófst
togaraútgerðin, sem orðið hefir aðallyftistöng fram-
fara vorra. 1911 var háskólinn stofnaður á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar og sögu landsins og máli tryggður
þar griðastaður með 2 sérstökum kennarastólum í
íslenzkum fræðum. Og 1914 var Eimskipafélagið stofn-
að, sem ásamt Landssjóðsútgerðinni og togaraflotan-
um fleytti oss yfir heimsstyrjöldina.
Á styrjaldarárunum koin það í ljós, að vér vorurn