Vaka - 01.05.1929, Síða 13
[vaka]
FULLVELDISINS MINNZT.
þess megnugir að sigla vorn eigin sjó og sjá bæði sjálf-
um oss og jafnvel Færeyingum farborða. Og þá urðum
vér sjálfir að semja við erlend ríki. Þetta og svo það,
að Danir höfðu hug á að fá Norðurslésvík í ófriðarlok-
in, mun hafa ýtt undir happasælar lyktir stjórnmálabar-
áttu vorrar við Dani og fullveldisviðurkenninguna 1918.
En siðan höfum vér ráðið öllum vorum málum sjálfir,
utan lands og innan.
En það var samhandslagagerðin og fullveldis-við-
urkenningin, sein oss bar sérstaklega að minnast. —
Ég man það, að Jón sál. Magnússon forsætisráðherra,
sá maðurinn, sem bar giftu til þess að leiða stjórn-
málaerjur vorar við Dani til farsællegra lykta, sagði
mér það, að sér hefði þótt það ófýsileg för og hálfgerð
forsending, er hann að mig minnir snemma á árinu
1918 var sendur utan með „betlilúkuna“ framrétta til
þess að biðja um á 4. millión króna lán hjá dönskuin
bönkum, en með skilnaðarhótunina í hinni hendinni,
ef Danir sæju sér ekki fært að verða við ýtrustu stjórn-
málakröfum vorum. Sjálfur vissi hann ekki, hvernig
liann átti að samrýma þetta tvennt. En ekki var hann
fyrr stiginn á land í Kaupmannahöfn en tveir danskir
embættisbræður hans, og þó einkum annar þeirra, sem
ég ekki skal nefna hér, stöppuðu í hann stálinu. Og
það var maður af dansk-íslenzku Iiergi brotinn og því
jafn-velviljaður Dönum sein íslendingum, Jón Krabbe,
er réð Ríkisþingi Dana lil þess að senda hingað nefnd
manna til sambandslagagerðar. Mæltist honum í niður-
lagi álitsskjájs síns eitthvað á þá leið, að ef Danir
vildu sjálfir verða réttlætisins aðnjótandi og liljóta eitt-
hvað af Suður-Jótlandi i stríðslokin, þá yrðu þeir að
sýna heiminum það, að þeir létu þá, sem væru minni
máttar —■ eins og vér íslendingar vitanlega vorum —
njóta fulls réttlætis. Þetta reið baggamuninn, og því
ályktuðu nú allir stjórnmálaflokkar Dana, aðrir en