Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 25
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS.
19
Á sama hátt verður að mennta smekk framleiðand-
anna, jafnt iðnstjóra sem verkamanna, svo að þeir læri
að fegra hlutina og skilji, að maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði.
Hagnýt efnafræði hefir ekki fært mönnum neina
jafn stórfenga nýjung og gufuvélin eða síminn var.
Hún liefir að vísu aukið mjög tölu nytsamra efna og
einkum aukið hagnýting málmanna, en sprengiefni,
litir og margskonar drykkir var allt húið til áður en
vísindaleg efnafræði kom til sögunnar. Stærsta verk-
efnið er að vinna járn úr steintegundum, sem ekki eru
auðugar af því, og vinna álm (aluminium) úr leir. Sá
málmur verður æ nytsamari. Ef til vill má búast við, að
aukin framleiðsla ilmefna uppali á ný nef manna, sem
orðin eru heldur sljó, en mestar vonir má þó gera sér
um lífræna efnafræði.
Nytsöm efni skiftast í tvo flokka. í fyrra flokknum
eru þau efni, sem höfð eru í ýmsa hluti, svo sem járn,
tré, gler o. s. frv. í hinum flokknum eru þau, sem eru
nytsöm vegna þess gildis, er þau hafa fyrir mannleg-
an líkama, þ. e. þau efni, sem höfð eru til neyzlu,
svo sem matur, drykkur, lyf, tóbak. Litir og ilmur
mynda einskonar inilliflokk. Áhrif neyzsluefnanna á
Jikamann eru hundin við eðli hans og hafa ekki að
fullu verið skýrð frá sjónarmiði efnafræði og eðlis-
fræði. Eld má t. d. kynda með kolum eða olíu eins vel
og íneð tré, en ekkert efni hefir sömu áhrif á likam-
ann og vatn eða vínandi. Svo að hafi eitthvért efni
ekki nýja lífeðliseiginleika, þá hefir það engin ný
áhrif á líkamann. Á þeirn tímum, er saga nær til, hafa
aðeins tvö ný efni af þessu tæi orðið almenn til neyzlu
í Evrópu, sem sé kaffi og tóbak. En engin ástæða er
til að ætla, að ekki megi finna fleiri slík efni. Á stríðs-
tímunum fann Embden prófessor í lifeðlisfræði í Frank-
furt, að 7 gramma skainmtur al' súru natrium fosfati
eykur þol manna til langrar likamlegrar áreynslu um