Vaka - 01.05.1929, Side 27
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS.
21
lega jafnmikil áhrif á félagslífið í Vestur-Evrópu og hin
mikla hylting iðnaðarins, er vélunum fylgdi. Auk þess,
að læknarnir hafa að nokkru leyti komið í stað prest-
anna, þá hefir sú breyting orðið, að þar sem flest börn
dóu í æsku fyrir hundrað árum, þá er meðalaldur
manna á Englandi nú 45 ár. Og þótt ástandið sé enn
illl sumstaðar, þá er barnadauðinn í verstu götusmug-
um stórborganna ekki þriðjungur þess, er hann var hjá
konungsfólkinu á miðöldunum. Þessu er það að miklu
leyti að þakka, að trúarbrögðin hafa lagt minni og
minni áherzlu á það að deyja vel, en meiri og meiri á
gott liferni, og að skoðun þeirra á lifinu hefir smám
saman fengið annan hlæ. Menn hugsa miklu minna um
dauðann nú en áður.
Á líkan hátt hefir það skípulag, er miðað var við
skammlífi, að mestu horfið. T. d. gerir óðalsréttur
Englendinga ráð fyrir því, að óðalsbóndi deyi um
fertugt og að elzti sonur hans taki við búinu, þá um
tvítugt. Sonurinn hafði mestan hluta aldurs síns verið
heima og haft fá áhugamál utan heimilis síns, og var
að minnsta kosti jafnfær um að stjórna búinu og hver
annar. Nú þraukar faðirinn fram um áttrætt og er
vanalega orðinn ófær síðustu tíu árin, sem hann lifir.
Sonur hans erfir hann um fimtugt og er þá ef til vill
orðinn dugandi offursti eða víxlari, en alls-ólíklegur
lil að stjórna húi vel. Hann leigir því jörðina ein-
hverjum ónytjung eða rekur búskapinn sjálfur á óvís-
indalegan hátt, fær lítinn arð og kennir „bolsum“ um
það, sem hann ætti að kenna bólusetningunni um.
Nú bregður Haldane á leik og hugsar sér, hvernig rit-
að verði að 150 árum liðnum um áhrif líffræðinnar á
sögu mannkynsins á 20. öhlinni. Skal hér þýða dálítinn
kafla til smekkbætis, og mun mörgum fara líkt og
gömlu konunni, er varð að orði: „Mér fannst það fara
fullvel upp á gamla móðinn“.
„Árið 1951 framleiddu Dupont og Schwarz fyrsta