Vaka - 01.05.1929, Side 30
24
GUÐM. FINNBOGASON:
[VAKAj
gert menn færari um að fullnægja þrám sínum, án
þess að breyta ástríðum þeirra, eða breytt lífsskoðun
þeirra og þar ineð breytni. Russell víkur að fyrra at-
riðinu.
Eðlisfræðin hefir valdið mestum breytingum í félags-
lifi manna, því að hún hefir verið skilyrði stóriðnaðar-
ins. Það er eðli hans að vaxa æ meir, og þar sem sjaldn-
ast hefir tekizt að láta stóriðnaðarfyrirtæki ná um
heim allan, hafa þau orðið þjóðafyrirtæki. Samkeppni,
sem áður var milli einstakra fyrirtækja, er nú orðin
aðallega milli ýmsra þjóða. Þjóðirnar keppa um tvennt,
markað og hrávörur, og svo um yfirráðin sjáfra þeirra
vegna. Sá vinnukraftur, sem ekki þarf til þess að fram-
leiða lífsnauðsynjar, gengur því meir og meir til þess,
sem miðar að samkeppni þjóðanna: lier, hergagna-
smiðir, sendisveitir og ræðismenn, blöð og að nokkru
leyti kennarar og vísindamenn.
Visindin gera vinnuna arðsamari, en af hinum aiikna
arði hefir aðallega leitt þrennt: fyrst aukin mann-
fjölgun, þá bót á lífskjöruin manna og loks aukning
herbúnaðar. Herbúnaðurinn stafar einkum af sam-
keppninni um markaðina, er aftur leiddi til samkeppni
um hráefnin, sérstaklega þau, er að gagni koma i
stríði.
Þjóðakapp það, er einkennir vora tíma, á jafnframt
rót sína í rammara skipulagi en áður, en það fylgir
stóriðnaðarstefnunni. Þegar binda þarf mikið stofnfé í
fyrirtæki, verður það að vera í stóruin stil, og visindin
hafa fundið tækin lil jiess: járnbrautir og síma. Nú
má stjórna stóru fyrirtæki frá einni miðstöð og auð-
veldara er t. d. að gefa út eitt stórblað en mörg smá
víðsvegar. Og að svo iniklu leyti sem Jdað ræður al-
menningsáliti, verða skoðanir lesandanna samlitar. —
Kennsla í ríkisskólum, útvarp o. s. frv. vinnur allt að
því að gera allt eina hjörð og einn hirði. Þegar menn
deila um stefnur í stjórnmálum, svo sem um stjórn-