Vaka - 01.05.1929, Side 39
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNIÍYNSINS.
33
stríðufulla, heimska, skaðvæna, grimma, trúgjarna
skepnan, sem hann hefir alltaf verið“. Undir eins og
losað er um böndin, kemur í ljós, hvað innifyrir býr.
Síðustu tímar hafa sýnt, að menn eru til taks að vinna
verri hryðjuverk en sögur fara af áður. Menningin nær
ekki lengra en að skinninu. Það er þvi hættulegt fyrir
mannskepnurnar, sem eru svo seinar að átta sig, að
komast í öngþveiti með öll vopn vísindanna í höndum,
er þær skortir vit og stillingu til að beita þeim ekki
sjálfum sér til voða.
En ekki er allt búið enn. Einhver ægilegasta hættan,
sem yfir mannkyninu vofir, er sú, að kynstofninn spill-
ist. Tala fæddra og dáinna er mismunandi í ýmsum
stéttum manna og þar með það, hve mikið mönnum
fjölgar hlutfallslega í hverri stétt. Með frumstæðum
þjóðum er nálega engin stéttaskifting, svo að allir
standa þar líkt að vígi. Hjá þjóðum á nokkru hærra
stigi auka höfðingjarnir mest kyn sitt, en hjá menn-
ingarþjóðunum hefir þetta orðið á hinn veginn. Rann-
sóknir sýna, að mannfjölgunin verður því meiri sem
neðar dregur í þjóðfélagsstiganum, svo að æðri stétt-
irnar haldast ekki við nema með því að fá stöðugt
liðsauka frá lægri stéttunum.
Þetta hefir alvarlegar afleiðingar. Á engu ríður þjóð-
félaginu meira en þvi að finna hæfustu mennina, setja
þá í æðstu stöðurnar og láta þá starfa þar til gagns
fyrir mannkynið. En þar sem þeir, er komast í æðstu
stéttirnar, auka ekki kyn sitt nægilega mikið, verður
afleiðingin sú, að afburðamönnum fækkar. Kynstofn-
inn spillist. Þjóðfélagið er orðið einskonar skilvinda, er
skilur rjómann úr mjólkinni og fleygir honum burt!
Það hefir verið reiknað út, að hjá helztu menningar-
þjóðunum auka menn í æðstu stéttunum kyn sitt að-
eins um 50%, svo að hver kynslóð þeirra skilar einung-
is helmingi þess, sem í henni bjó, til næstu kynslóðar.
Og þó er síður en svo, að sá helmingurinn, sein eftir er,
3