Vaka - 01.05.1929, Side 39

Vaka - 01.05.1929, Side 39
[vaka] VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNIÍYNSINS. 33 stríðufulla, heimska, skaðvæna, grimma, trúgjarna skepnan, sem hann hefir alltaf verið“. Undir eins og losað er um böndin, kemur í ljós, hvað innifyrir býr. Síðustu tímar hafa sýnt, að menn eru til taks að vinna verri hryðjuverk en sögur fara af áður. Menningin nær ekki lengra en að skinninu. Það er þvi hættulegt fyrir mannskepnurnar, sem eru svo seinar að átta sig, að komast í öngþveiti með öll vopn vísindanna í höndum, er þær skortir vit og stillingu til að beita þeim ekki sjálfum sér til voða. En ekki er allt búið enn. Einhver ægilegasta hættan, sem yfir mannkyninu vofir, er sú, að kynstofninn spill- ist. Tala fæddra og dáinna er mismunandi í ýmsum stéttum manna og þar með það, hve mikið mönnum fjölgar hlutfallslega í hverri stétt. Með frumstæðum þjóðum er nálega engin stéttaskifting, svo að allir standa þar líkt að vígi. Hjá þjóðum á nokkru hærra stigi auka höfðingjarnir mest kyn sitt, en hjá menn- ingarþjóðunum hefir þetta orðið á hinn veginn. Rann- sóknir sýna, að mannfjölgunin verður því meiri sem neðar dregur í þjóðfélagsstiganum, svo að æðri stétt- irnar haldast ekki við nema með því að fá stöðugt liðsauka frá lægri stéttunum. Þetta hefir alvarlegar afleiðingar. Á engu ríður þjóð- félaginu meira en þvi að finna hæfustu mennina, setja þá í æðstu stöðurnar og láta þá starfa þar til gagns fyrir mannkynið. En þar sem þeir, er komast í æðstu stéttirnar, auka ekki kyn sitt nægilega mikið, verður afleiðingin sú, að afburðamönnum fækkar. Kynstofn- inn spillist. Þjóðfélagið er orðið einskonar skilvinda, er skilur rjómann úr mjólkinni og fleygir honum burt! Það hefir verið reiknað út, að hjá helztu menningar- þjóðunum auka menn í æðstu stéttunum kyn sitt að- eins um 50%, svo að hver kynslóð þeirra skilar einung- is helmingi þess, sem í henni bjó, til næstu kynslóðar. Og þó er síður en svo, að sá helmingurinn, sein eftir er, 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.