Vaka - 01.05.1929, Side 40
34
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
komi að fullu gagni fyrir mannfélagið, því að aldrei
hafa menn haft vit á því að ala almennt æskumenn
æðri stéttanna svo upp, að þeir heittu kröftum sínum
af fremsta megni mannkyninu tii gagus, og mikið af
sonum auðmanna eyðir æfi sinni í fánýtt og gálaust
glys. Hve miklar gáfur búi nú í æðri stéttum þjóðfé-
Iaganna, er eri'itt á að gizka, en í sumuin efnum virðist
þar vera allsherjar þurður á hæfileikum. Stríðið mikla
sýndi augljóslega, að gnótt var af ónytjungum á æðri
stöðum, en hvergi birtist mikill hershöfðingi né stjórn-
málaskörungur.
Allt virðist því henda á, að mannkynið sé á hraðri
ferð norður og niður.
Þetta er annar úrkosturinn. Hinn er sá, að rísa gegn
hættunni og reyna að bæta manneðlið og mannlegar
stofnanir. Siðkenning kristindómsins hefir nú verið til
hátt upp í tvö þúsund ár, og tækist það að kristna
viilimanninn, sem í oss býr, mundi hann að minnsta
kosti hætta manndrápum. Og það er furðulegt, hve
mörg vísindaleg rök mæia með því, sem virðist öfgar í
siðkenningu Krist. Sagan sýnir, að hinir hógværu erfa
iandið, eftir að drottnar þeirra hafa brytjað hver ann-
an niður, að það að rísa ekki gegn meingjörðarmann-
inum vinnur að lokum l)ug á versta ofbeldi, og að and-
mæli, studd samvizkusamlegum rökum, sigra að lok-
um slægustu kaupahéðna, ef þau koma nógu mörg. Það
væri því vissulega vert að reyna kristnu siðfræðina. En
Schiller virðist ekki líklegt, að það verði gert, enda
mundu aliar kristnar kirkjur berjast öfluglega móti
því. Betur lízt honum á inannkynbætur, og þó ekki
ineð þeim hætti, að ríkisstjórnir ættu að koma þeim i
framkvæmd með löggjöf, heldur svo, að alinenningur
fengi næga Iíffræðisþekkingu til að skilja nauðsyn
þessa máls og áhugi á því yrði almennur. Þá yrði
smámsaman gert það, sem þyrfti, til þess að bæta úr
þeim göllum þjóðfélagsskipunar vorrar, er valda spill-