Vaka - 01.05.1929, Síða 41
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTlÐ MANNKYNSINS.
35
ingu kynstofnsins. Menn verða að skilja, að byltingar
eru til óheilla og að bæta verður stofnanirnar smátt og
smátt, efir því sem reynslan kennir nauðsyn til. Full-
komið skipulag fæst aldrei i einu stökki, enginn veit
fyrirfram, hvernig það ælti að vera. Hver umbót er að-
eins til bráðabirgða, unz önnur betri finnst. Menn verða
að þreifa fyrir sér smólt og smátt, byrja á að stuðla
að því, að sumar tegundir manna, svo sem fábjánar og
vitfirringar, auki sem minnzt kyn sitt, og að gáfaðir,
heilbrigðir og atorkusamir menn standi þar betur að
vigi. Með þeim hætti mundi kynstofninn brevtast til
batnaðar. Og takist það, koma framfarir af sjálfu sér.
En ef til vill kæini hrunið, áður en kynbæturnar væru
farnar að bera ávöxt, og því væri æskilegl að finna ráð
til að flýta fyrir þeim umbótum á hjartalagi manna, er
þyrfti til að afstýra því. Schiller hefir ekki eins mikla
trú og Haldane og Russell á lyfjafræðinni til að bæta
siðgæði manna. Aftur á móti setur hann von sina til
sálarfræðinnar, ef hún fengi þann þroska, sem ætla má,
að hún geti náð.
Svo mörg eru þessi orð. Og nú geta lesendur „Vöku“
ihugað, hvað af því, sem þessir þrír spekingar hafa
sagt, á erindi til vor.
Guðm. Finnbogason.