Vaka - 01.05.1929, Síða 43
[vaka]
B. K.: UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
37
lóðpípurannsóknaraðferð. Hefi ég jafnan stuðzi við
hana síðan, enda er hún hverjum manni nauðsynleg,
sem vill rannsaka málma í steinum. Síðar æfði ég mig
í að rannsaka steina með ýmsum öðrum aðferðum,
þegar tími leyfði.
Við þessar tilraunir minar varð ég brátt var við
ýmsa málma, og þó það væri almenn skoðun jarð-
fræðinga, sem ferðazt höfðu um landið, að eigi gæti
verið hér um málma að ræða, þá drógst athygli mín
meir og meir að því að athuga, hverra tegunda málma
yrði hér vart.
Það er afar erfitt í stuttri ritgjörð, og eftir of litla
rannsókn, að gera grein fyrir, hvort líkur séu til, að
hér geti íundizt vinnanlegir málmar eins og í öðrum
eldfjallalöndum; munu líkurnar þó nokkuð skýrast
við þá bráðabyrgðarathugun, sem ég hefi gert á ein-
stökum jörðum, sem ég síðar skýri frá í ritgjörð þess-
ari. En til stuðnings við slika athugun skiftir málm-
lagafræðin fjöllunum í 3 belti. Efsta helti fjallanna er
nefnt Oxijdationszone, sem nefna mætti s 11 r b e 11 i.
Þangað hafa málmarnir flutzt úr neðri jarðlögum með
gosum eða gasi og heitum gufum alloftast, eða að þeir
hafa verið uppleystir í sjónum, þegar landið var undir
sjó, og þá skilið sig úr og fallið niður á fastan hotn,
svo sem t. d. kemur fyrir með gull.
Með tímanum hafa málmarnir svo eyðzt úr þessu
efsta belti um leið og fjöllin leystust upp, vegna áhrifa
vatns, súrefnis og vinda og ýmissa efna, sem fólust í
jarðveginum, svo sem karbonata, klórs og brennisteins-
vatnsefnis.
Næsta helti fjallanna, talið að ofan, er kallað Cem-
entationszone, sem nefna mætti s a f n b e 11 i . Nær það
belti venjulega yfir allan neðri hluta fjallanna ofan að
yfirborði neðanjarðarvatnsins. Þetta belti tekur að
miklu leyti við því, sem leystist upp úr súrbeltinu.
Nokkur hluti málmanna úr súrbeltinu lendir i safn-