Vaka - 01.05.1929, Side 45
[vaka]
UM MÁLMA Á ISLANDI.
39
hnúkar hafi komizt upp á yfirhorðið, þegar Mosfell
gaus, en í þeim er bergtegund úr frumbeltinu (gabbró),
el'tir því sem dr. Helgi Péturss skýrði mér frá. Það er
svart, þétt gabbró, ekki hart, og því gott að vinna það.
Bergtegund þessi er eflaust það bezta byggingarefni,
sem til er í nánd við Reykjavík. Og þá væri þessi berg-
tegund ekki síður haldgóð í stéttarsteina.
Veðráttan hefir sáralitil áhrif á þessa bergtegund.
Langflestar málmnámur heimsins eru málmsambönd.
Venjulega eru málmarnir í sambandi við brennistein.
Þannig telst til, að mikill meiri hluti gulls í heiminum
sé unnið úr brennisteinssamböndum (brennisteinskís).
Oft lcemur þó fyrir, að ýmsir málmar finnast nálega
hreinir, t. d. gull, platínumálmar, silfur og eir. Finnst
gull og platína þá í sandi og leir í dölum og árfarveg-
um (alluvial gull og platína). Stundum finnst það við
sjávarströnd (marinegull og platína). Hafa þessir góð-
málmar þá haft skilyrði til þess að leysast upp úr
brennisteinssamböndunum á yfirborði jarðar, sígið með
vatninu niður í dalina og skilizt þar úr sem nálega
hreinn inálmur.
Sama er að segja um t. d. gull f bergtegundum, að
nokkuð af því getur hafa breytt upphaflegu mynd
sinni á sama hátt og orðið að nálega hreinu gulli neðar
i gullnámunni, orðið að „frígulli".
ATHUGANIR Á EINSTÖKUM JÖRÐUM.
MÓGILSÁ.
Bærinn Mógilsá liggur, sem kunnugt er, á Kjalarnesi,
fast við Esjuna og botninn á Kollafirði. Esjan efst er
basaltfjall og víða nær basaltið niður fyrir sjávarmál.
Fjall þetta hefir mætt miklurn neðanjarðarþrýstingi og
hita á sumum stöðum, t. d. upp af Vallá og upp af
Mógilsá og Kollafirði. Ekki er svo auðvelt að sjá, hvern-