Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 47
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
41
Fyrir ofan aðalfossinn í ánni að vestanverðu liggja
2 kalkgangar. Var byrjað á að vinna þessa ganga, eink-
um þann efri, fyrir nokkrum árum, en þótti ekki borga
sig. Var efri æðin um 3 fet á þykkt að ofanverðu, er
hætt var að grafa þar, og virðist breikka eftir því, sem
norðar dregur. Sést þessi æð á hjer um bil 100 faðma
vegalengd.
Neðri kalkæðin virðist vera mjórri, en einnig breikka,
þegar ofar dregur, en í hana hefir lítið sem ekkert verið
grafið.
Utan með neðri kalkæðinni liggur afar þunnt kvarz-
lag um 10 cm. á þykkt, og samskonar lag kvað hafa
legið með efri æðinni.
Ég rannsakaði nú fyrst ltalk úr efri ganginum, sem
skilið hafði verið þar eftir i hrúgu. Tók 20 grömm af
því, leysti kalkið frá með saltpéturssýru, en bræddi af-
ganginn, ca. 5 grömm, með blýmenju og eimdi svo
blýið. Fékk ég'hreint gullkorn, sem svaraði til, að 20
grömm af gulli A'æru í tonni.
Þar næst rannsakaði ég stein úr mjóu kvarzæðinni
meðfram neðri kalkæðinni, eins og hann var, og fékk
hreint gullkorn, um 30 grömm í tonni, en ekkert silfur.
í Hamborg var samskonar steinn rannsakaður, og
reyndust 26 grömm af gulli í tonni. Þriðji samskonar
steinn, en úr öðrum stað í æðinni, var rannsakaður
hér á rannsóknarstofunni, og kom gull úr honum, sem
svarar 13 % gr. í tonni, en dálítið af gulli varð eftir
í koppi þeim, sem blýið var eimt í, sem ekki var tekið
tillit til.
Þegar ég hafði fengið þessa reynslu, rannsakaði ég
á sama hátt 3 bergtegundir, sem liggja næst kalkgöng-
unum; reyndist dálítið gull og silfur í tveimur þeirra,
en aðeins gullvottur í þeim þriðja, stórum gangi, sem
liggur á ská yfir ána.
Bergið utan með kalkgöngunum er mjúkt og ákaf-
lega sundurétið.