Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 48
42
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
Fyrir neðan aðalfossinn hefir allmikið líparít þrengt
sér upp; hefi ég lítið átt við að rannsaka það. En dökk-
hláa bergtegund, er ég áður gat uin í botninum á gil-
dragi því, sem er fyrir ofan Löngubrekku, hefi ég rann-
sakað á sama hátt og kalkgangana og fékk lítið gull-
silfurkorn i 30 grömmum af þeim steini. í honuin er
og allmikið af vismút, eins og í flestum bergtegund-
unum, er landið fer að lækka.
Við sjóinn liggur alllangt herg, milli Djúpagils og
Leiðvalla. Um miðbik þessa bergs eru all-málmríkir
gangar, aðallega vismút með gull- og silfurvotti, og al-
staðar virðist vismútið vera í berginu, þó mest um
miðju og innan til. Hefi ég gert þar allmargar rann-
sóknir á steinum úr hinum ýmsu göngum. Bergtegund-
irnar eru þar mjúkar og kalkblandaðar. Víða hefir
kalkið myndað gagnsæjar kalkmöndlur.
Uppi í Djúpagilinu, rétt ofan við brúna, er gangur,
dökkur að lit, allfastur. ! honum reyndist gull- og silfur-
vottur með vismúti; mun það vera sami gangurinn og
dökkblái gangurinn í Þvergilinu.
Þá leitaði ég að gulli í ánni Mógilsá, þvoði dálitið af
sandi, og fann gullið þar mjög smágert. Stóðst það
fyllilega saltpéturssýruna.
í flæðarmálinu neðan undir vatnsós úr Djúpagili
hefi ég fundið gull, þó eigi hreint, heldur í brenni-
steinssamhöndum.
Það er sýnilegt, að á þessum stað hafa eftirfarandi
öfl verið að verki:
1. Hiti og þrýstingur að neðan, sem flutt hefir málm-
ana upp á yfirborðið með gasi og gufuin;
2. gnægð af efnum til að leysa málmana á ný;
3. næg skilyrði til að flytja málmana af yfirborð-
inu niður í hin lausu neðri jarðlög, með því berg-
tegundirnar eyðast svo hraðfara, og næg úrkoma
er á þessum stað til að flytja málmana.
Aðalskilyrðin virðast því fyrir hendi, sem málmlaga-