Vaka - 01.05.1929, Síða 49
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
43
fræðin setur fyrir því, að málmar geti fundizt vegna
uppgufunar og eyðingar fjallanna þar á eftir, svo
framarlega sem þeir hafa verið til neðanjarðar í upp-
hafi. Svo lítur út sem kvarzæðarnar meðfram kalkinu
hafi eyðzt afarseint, enda er kvarz þessi mjög þéttur
og holulaus. Engir ryðblettir sjást í honum, enda er
kísinn í honum ekki mikill. Hugsanlegt er þó, að gull,
komið að ofan, hafi safnazt fyrir í honum, og að gullið
verði því fátækara er neðar dregur. En elcki eru lík-
urnar þó miklar fyrir því, þar sem ekkert ,,frígull“
finnst í kvarzinum, heldur stendur það í beinu sam-
bandi við brennisteinsldsinn, eins og það hefir mynd-
azt í upphafi. En tæplega mun þó gullið finnast í allra
efstu kvarzsteinunum, því þar er brennisteinninn horf-
inn, en járn eitt orðið eftir.
Svo óheppilega hefir til tekizt, að þeir, sem kalkið
grófu, hafa byrjað á ganginum, þar sem hann var
þunnur, því svo lítur út, sem æðarnar breikki eftir því
sem ofar dregur. Til þess að rannsaka þessa ganga
þyrí'ti því að grafa djúpan brunn niður í þá miklu
ofar, eða á efsta staðnum, þar sem þeir eru sýnilegir.
Við þá rannsókn fengist vissan fyrir gullmagninu, og
hvernig gullið liggur í göngunum, hvort gangarnir
breikka, er neðar dregur, og hvort kalkið hverfur, en
kvarz tekur við.
Loksins vil ég geta þess, að þar sem ég tók kvarzstein-
ana til rannsóknar, fann ég í uppgreftrinum stóra hlý-
glanskristalla, og ennfremur nokkra stóra eirkiskrist-
alla, sem hafa legið í bergtegund meðfram neðri kalk-
æðinni. Er bergtegund þessi kolsvört, en þó ekki basalt.
Það einkennir sumar bergtegundir á Mógilsá, að þó þær
séu ljósbláar niðri í jörð, þá skifta þær á nokkrum
sekúndum um lit, er þær koma undir hert loft og verða
kolsvartar.