Vaka - 01.05.1929, Page 51
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
45
svörtu skellur af brennisteinskvikasilfri, sem loöir í
þessari bergtegund. Kemur hið sama fram í Austur-
horni. Hnöttóttum kvikasilfurkornum hefi ég oft náö
úr þessum steini með því að bræða hann á koli með
lóðpípunni með rauðum (Reduktions-)loga.
Fyrir austan Kamphornið er allstór kvarzgangur í
berginu.
Að því er málma snertir á þessari jörð vil ég skýra
frá, að ég gerði þó nokkrar bræðslur með blýmenju af
steininum úr rauðu skriðunni vestan í Horninu. Aldrei
bræddi ég meira en 30 gr. í einu. Gull og silfur að mun
var í sumum þeirra. í 2 bræðslunum fékk ég allstór
platínukorn, sem ég leysti og felldi með klórammoni-
um.
I kvarzríka líparítinu í Litlahorni reyndist og gull
með votti af .eir, en ekki mikið.
í gabbróinu að vestanverðu við líparítganginn fann
ég lítið af gulli og silfri, ásamt talsverðu af antimóni,
sem ég rannsakaði sérstaklega með kóngavatslausn og
fellingu. I gabbróinu gegnt Litlahorni fékk ég með
bræðslu með blýmenju dálítið gull-silfur-korn.
í vikinu niður við víkina, er ég áður gat um, úr mjó-
um liparítæðum þar, fékk ég langmesta gullið. Senni-
lega eru nú þessar æðar komnar undir möl, því þær
lágu fast við flæðarmálið.
Lausan stein reyndi ég, sein var tekinn uppi í dalnum
fyrir ofan bæinn. Var hann bæði ríkur af brennisteins-
kísi og gulli.
Nokkrum sinnum reyndi ég gabbrósandinn fyrir
neðan bæinn á þann hátt, að ég tók 10 grömm, muldi
sandinn mjög smátt, þvoði það léttasta burt, og bræddi
afganginn með natrium carbonati og borax. Ef ég tók
sandinn ofan á, fann ég ekkert, en þegar ég gat náð í
sandinn talsvert undir yfirborðinu, fékk ég injög greini-
leg gullkorn. En því miður mun gullið þar liggja í
samböndum. Einnig margreyndi ég þenna sand með