Vaka - 01.05.1929, Side 52
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
46
lóðpípunni, en heppnaðist ver að finna gullið á þann
hátt, en það upplýstist þó við þá aðferð, að kvikasilfur,
einnig i samböndum, er í sandinum. líg fékk kornin
mjög skýr, og gat Játið þau velta á agatmortélinu.
Þegar ég athugaði steina vestan í Horninu, ralc ég
mig þar stundum á blýmálm. Einn ríkur blýsteinn
svartur liefir þar íundizt; var hann það ríkur, að ef
hann var núinn með hörðum hlut, þá tók hann á sig
hreinan blýlit. Blýmálmur þessi mun líkjast mjög bour-
noniti. Ekki liefi ég enn rannsakað þenna stein nema
sem blýstein.
Eklci gat ég fundið neitt gull í kvarzganginum fyrir
austan Kamphornið, en litið er á því að ljyggja, því ég
náði aðeins í yztu nibburnar, sem alltaf hafa staðið
fyrir vindi og vatni.
Ekki gat ég sjálfur lcomizt upp á Hornið, og veit því
eJdci, hvernig þar er umhorfs. En fremur tel ég ólíldegt,
að hægt sé að vinna þar málma úr föstu bergi. Það
sein þvi verður að leggja áherzluna á á þessum stað er,
að rannsaka sandana, og einkum að grafa niður í lag
það af uppleystum bergleifuin, sem liggur austan við
Litlahorn, og að leita þar að neðanjarðarlækjum, sem
kynnu að hafa boriö þar fram gull eða platínu.
Hvergi kom ég á ferðuin minum, þar sem ég mætti
annari eins gestrisni og höfðingsskap eins og hjá Sig-
urði hónda Eyjólfssyni á Horni og Jóni bróður hans.
Það var óneitanlega hressandi að vera við slíkar at-
huganir á öðrum eins stað.
SVÍNHÓLAR.
Bærinn Svínhólar er austasti hær i Lóni meðfram
fjallgarðinum, og liggur því næst Lónsheiði. Bærinn
stendur austast undir Reýðarárl'jalli, sem nefnt er í inn-
ganginum. Austan við bæinn er dalur og tekur svo við
fjallið Hrossatindur, sein er áfastur Lónsheiði. í inn-