Vaka - 01.05.1929, Side 58
52
BJÖRN KRISTJÁNSSON :
[vaka]
þetta landsvæði Varp. Er brattinn ekki meiri en það,
að ríða má alla leið upp að Snjótindinum. En er nær
sjó dregur, verða hólarnir eða ásarnir hærri og stærri.
kallast aðalásarnir Sellönd. Meðfram sjónum eru ýmsar
víkur og nefnist aðalvíkin þar Selvík.
Við sjóinn má sjá, hvernig jörðin austan við Mæli-
fellstind hefir rifnað á löngu svæði í sambandi við eld-
gosin; hafa gjárnar svo alveg fyllzt með glóandi, bráðn-
um neðanjarðar steinefnum, aðallega kvarzríltu líparili.
Á sama hátt mun Sellöndunum og öðrum ásum hafa
skotið upp. Eru hergtegundirnar eða gangarnir einna
kvarzríkastar í Sellöndunum og í Varpinu. Hér liggur
frumbeltið því ofan jarðar.
Allar líkur eru til, að fyr meir hafi þessir ásar verið
miklu hærri, og að ofan á hafi legið basaltlög, sem jök-
ull á seinni tíð hefir sorfið burtu. Sjást menjar þess í
Sellöndunuin og á Varpinu.
Þvottáin myndar mjög djúpt gil; að norðanverðu í
þessu gili nokkra metra upp frá ánni, skammt fyrir
neðan fossinn í ánni, fann ég leifar af sinkblendu
gangi eða lagi, sem ekki hefir náð lengra niður. Tók ég
þar vænt stykki af hreinni sinkblendu.
Á milli Sellanda og Mælifellstindar liggur dalur með-
fram svo nefndri Hlíð og rennur áin Fauská eftir hon-
um til sjávar. Vestan við Mælifellstind Hggur Mælifells-
dalur, sem takmarkast að vestan af Ivrossanesstindi og
Hvadalshálsi. í byrjun athugaði ég ganga á láglendinu
og meðl'ram sjónum. Hitti ég fyrst gang, sem virtist
liggja þvert yfir Fauská nálega neðst og nær hann
upp undir Mælifellstind. Ofanjarðar sést hann á hér um
bil 200 metra svæði og er all breiður. í þessum gangi
er nokkuð af gulli og silfri, en ekki mikið. Utan við
þenna gang, alveg við ána, var fleygur sjávar megin af
gullríkum steini, sem var nálega tómur brennisteinskís
(Proppilit). Þá athugaði ég Selvíkina, sem er nokkru
austar. í vestanverðri víkinni eru gangar með miklum