Vaka - 01.05.1929, Síða 65
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
59
hreinu silí'ri kvarzstein úr Vatnshlíðarhálsi, er ég hafði
merkt með nr. 6. Bræddi ég 3 bræðslur 30 gramma. í
2 bræðslunum fann ég ekkert, en í þriðju bræðslunni
fékk ég platínu, en ekkert gull.
Loksins rannsakaði ég steina úr stórum kvarzgangi
úr svonefndum Svipnadal. Það er mjög hreinn og glæsi-
legur kvarz, slær á hann bláum lit. 1 fyrsta sýnishorn-
inu, er ég hræddi með blýmenju, varð ég vel var við
platínu, en ekki i síðari bræðslum.
Þar sem platínu hefir orðið vart á 3 stöðum á þess-
ari jörð, þá væri nauðsynlegt að athuga, hvort ekki
finnist platína í sandinum í kringum mynni Selár, og
eins í eldri farveg hennar. Það væri dálítið eljuverk, en
ekki ætti j)að að jjurfa að kosta nrjög mikið.
Og auðvitað þyrfti að rannsaka fleiri sanda í eða
meðfram ám hér á landi.
MARKÚSSEL í ÁLFTAFIRÐI.
Markússel er innsti hærinn í Álftafirði, og stendur
þar undir lágum hálsi, en sú álman af Hofsá, sem
kemur úr Flugustaðadal, rennur rétt fyrir neðan bæinn.
Ivafli af hálsi þessum hefir orðið fyrir liægu gosi, eða
þrýstingi að neðan, og hafið upp mikið af lípariti, sem
ásamt kvarzgöngum liggur á ská yfir hálsinn. I göng-
unum er afar mikið af brennisteinskís og gangarnir því
mjög rauðir af járnsýringi og étnir. Úr kvarsgöngun-
um var þó mögulegt að ná allgóðum sýnishornum, án
j>ess að grafa. í álitlegasla kvarzganginum, í svo nefndu
Bæjargili, reyndist talsvert af gulli. í einu gili þar,
Fálkagili, fann ég grænleita hergtegund, sem í var eir-
sýringur, með votti af gulli.
Annars gat ég sáralítið athugað jienna stað vegna
jiess, að ég hafði aðeins ráð á einum degi til j)ess.
Hinummegin árinnar í Flugustaðalandi sést framhald
af þessu hæga gosi í svo nefndu Krossgili. Ekki er ólík-