Vaka - 01.05.1929, Síða 73
[ vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
67
Þar, sem sýnishorrí mín hafa verið hœði fá, miðað
við landstærðina, og smá, iná búast við, að málmar
hafi stunduin farið fram hjá mér, enda engum einum
manni ætlandi, að geta leitað vandlega á stórum land-
svæðum, og að rannsaka sýnishornin.
Aðstaðan hér á landi til að rannsaka hergtegundir
er að sumu leyti afar örðug. Þannig á landið engin
fullkomin tæki til að mylja grjótið, sem rannsaka þarf;
fer því mikið af rannsóknartímanum til þess að mylja
l>að grjót með handafli. Rannsóknarstofunni hér þyrfti
þvi að leggja til beztu nýtízku steinmulningsáhöld, og
það því fremur, sem efnafræðingur landsins, herra
Trausti Ólafsson, hefir iðkað rannsókn málmsteina og
er mesti dugnaðarinaður í sinni fræðigrein. Yfirhöfuð
verður Alþingi að leggja meiri rækt við efnarannsókn-
arstofuna en gert hefir verið.
Þar sem athugánir mínar ná skanimt á þessu málm-
rannsóknarsviði, og að enn er mikið, eða jafnvel mest,
órannsakað á sviði jarðfræði landsins, þá ætti að gera
einum duglegum jarðfræðingi mögulegt að nota alla
sína krafta í þarfir jarðfræði og inálmfræði landsins,
og að leggja undir hann stjórn og eftirlit slíkra mála.
Ætti hann með minnst einum aðstoðarmanni, sem ætti
helzt að kunna hagnýta efnafræði á þessu sviði, að
rannsaka landið á sunirum, en sjá um og aðstoða við
rannsóknir bergtegundanna á vetrum.
Þar sem allmiklar líkur virðast vera fyrir því, að
hér geti fundizt vinnanlegir málinar, eins og í flestum
eldfjallalöndum, einkum góðmálmar, þá verður að
öðru leyti að haga rannsókn náma, og fjársöfnun til
þess, eins og gerist oft í öðrum löndum. Nokkrir fram-
takssamir inenn gangast fyrir fjársöfnun til rannsókn-
ar á einhverjum stað, þar sem líklegt þykir, að finna
megi vinnanlega niálma. Almenningi er svo boðið að
taka þátt í kostnaðinum við málinrannsóknina þannig,
að hver niaður, seni leggur fé fram í þvi skyni, legg-