Vaka - 01.05.1929, Page 74
68
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
ur ekki meira fram en svo, að hann standi fjárhags-
lega hérumbil jafnréttur, þó tilraunin misheppnist.
Heppnist rannsóknin, er reglulegt hlutafélag stofnað
til að reka námuna, og fær þá hver hluttaki hlutabréf í
fyrirtækinu, miðað við þá fjái'hæð, er hann lagði fram
til rannsóknarinnar.
Með þessu móti hefir rnörg náman í heiminum ver-
ið rannsökuð og unnin, sem annars hefði legið ónotuð.
En allt veltur á því, að stjórn slíks fyrirtækis lendi
í góðum höndum og að vel sé vandað til reynslu og
kunnáttu þeirra manna, sem framkvæma eiga aðal-
rannsóknina.
Mjög er sú skoðun almenn hér, að ekki muni borga
sig að vinna hér t. d. gull, nema það sé afarríkt. Og
þessa.hefi ég orðið var jafnt hjá lærðum mönnum og
ólærðum. Þegar ég hefi sagt þeim, að ég hafi fundið
um 30 grömm af gulli í smálest (1000 kg.), þá hafa
þeir litið á það sem lítilfjörlegan gullvott.
Eins hættir mönnum hér til að álíta, að ef gullið
finnist ekki hreint í kornum, þá sé ekki við því litandi.
Þeir gæta þess ekki, að allt gull er i upphafi í sambönd-
um, sérstaklega í brennisteinssamböndum. Þess vegna
er mikill meiri hluti gulls, sem framleitt er í heimin-
um, unnið úr slíkum samböndum.
Sem dæmi upp á það, hversu gullmagnið er lítið,
þar sem það er unnið, vil ég geta þess, að gullmagnið
í gulllandi Suður-Afríku er ekki að m e ð a 11 a 1 i meira
en 12% gramm í smálest.
Annars fer það mjög eftir steintegundinni, sem unn-
ið er úr, staðháttum og verkalaunum, hversu fátækt
gull má vinna. Ef gullið liggur hreint í sandi, má vinna
hann, ef 5 gr. af gulli eru í smálest, og jafnvel þó gullið
sé minna.
Eins er með platínu, að talið er að borgi sig að
vinna hana úr steini, ef 3 grömm nást úr smálest, og